2.12.2008 | 17:22
Ásta Sóllilja
Ásta skyldi hún heita dóttir okkar hjóna, ţegar hún kom í heiminn fyrir rúmum ţrem áratugum. Hryna tvínafna hafđi gengiđ yfir árin á undan og svo var Ásta bćđi einfalt og fallegt nafn og til í fjölskyldu okkar beggja . Og ekkert var smátt viđ hana Ástu Júlíu Thorgrímsen, langömmu konunnar, sem söng svo fagurlega yfir Jóni Sigurđssyni látnum, ađ Hannes Hafstein fór heim og sneri sálminum upp í mansöng. Menn velta ţví fyrir sér, hvort ţetta hafi veriđ eina ástin á skólaárum Hannesar.
Ţegar tímar liđu sagđi mamma Ástu okkar oft viđ hana ţegar mikiđ lá viđ ÁSTA SÓLLIlJA og jafnan í góđu. Svo ţegar stelpan stálpađist safnađi hún sér fé og viđ vissum ekki alveg hvađ fyrir henni vakti. Einn góđan veđurdag kom hún heim eftir ađ hafa fariđ niđur á Hagstofu og hafđi ţá látiđ bćta Sólliljunni viđ nafniđ sitt og greitt keisaranum ţađ sem honum bar.
Viđ foreldrarnir vorum harla ánćgđ međ ţetta framtak enda sammála um ađ fegurra kvenmannsnafn gćti vart. Ég velti löngum fyrir mér hvađan Laxness hefđi komiđ nafniđ og hélt helst ađ hann hefđi fundiđ ţađ hjá sjálfum sér. Ţćr voru ekki margar Ástur Sólliljur á ţessum tíma og engin frá útgáfuárum Sjálfstćđs fólks.
Svo kom annađ í ljós. Ţetta var eins og svo margt annađ, sem Kiljan lét frá sér fara, gjöf frá ţjóđinni eins og hann orđađi ţađ sjálfur. Kristján bóndi í Neđri- Breiđdal í Önundarfirđi og Sólbjört kona hans eignuđust dóttur 6. janúar 1892. Kristján er sagđur hafa veriđ gefinn fyrir blóm og sumarskrúđa og dótturinni var gefiđ nafniđ Ásta Sóllilja ađ hálfu í höfuđ móđur sinnar. Kristinn vinur minn og skólabróđir Valdimarsson frá Núpi í Dýrafirđi sem er ömmubarn Ástu ţessarar Sóllilju hefur stađfest ţetta viđ mig en upplýsingarnar eru upphaflega komnar frá Soffíu Gróu Jensdóttur, hjúkrunarfrćđingi, móđursystur Kristins, sem fćdd er 29. júní 1935 í Minna-Garđi í Mýrahreppi í Dýrafirđi. Ţess má geta ađ lćknarnir Ástráđur og Stefán Hreiđarssynir eru annar liđur frá Ástu Sóllilju eins og Kristinn.
Ţađ er margt blómiđ í íslenskri menningu, sem vert er ađ varđveita. Ţannig hefur HKL fundiđ ţetta annađ hvort í kirkjubókum eđa fyrir vestan. Á ţessum árum var stutt í Heimsljós. Sjálfstćtt fólk kom út á árunum 1933-1935. Ásta Sóllilja Kristjánsdóttir dó um aldur fram 26. janúar 1936.
Gaman vćri ef einhver gćti fyllt ţessa sögu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:29 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.