Hverjar eru málsbætur ríkisstjórnarinnar?

Með hverjum deginum verður sú spurning áleitnari hvort stjórnvöld eigi sér einhverjar málsbætur. Um leið dofnar viljinn til að verja stofnanir samfélagsins. Ekkert virðist breytast með uppgjöri fjármálakerfisins, í engu er tekið undir ný viðhorf, ný vinnubrögð eða almenna siðbótarkröfu almennings. Allir gömlu vinirnir sitja á öskuhaugunum og skara í eldana. Þeir endurskipuleggja nýjar skuldsettar yfirtökur á útþynntum eigum og það fyrir opnum tjöldum. Eflaust í góðri trú Fjármálaeftirlitsins. Rænuleysið í stjórnarráðinu er algert.
mbl.is Átök við Ráðherrabústaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ríkisstjórnin á sér engar málsbætur ...lengur. Hún átti kost á að láta til sín taka en forsætisráðherrann hefur látið geðbilaðan vitleysing í Bleðlabankanum ráða ferðinni með dyggum stuðningi Sollu svikara. Burt með þessa andsk... aumingja, lýðskrumara og svikara!

corvus corax, 9.12.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Burt med tessa sidspilltu, lygnu landradamenn sem svifast einskis til ad halda voldum...Latum Interpol rannsaka banka-hrunid og hvad vard af ollum milljordunum...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.12.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Öngvar eru þær, sem jafna þau afglöp, að hafa ekki tekið herskildi ÖLL GÖGN um færslur og transaktionir allar við fall bankana, heldur sent brennuvargana inn til að kynda enn frekar undir sárindum manna og fá ,,skilanefndir" í að sáldra saltpétri í sár þeirra sem illa hafa verið leiknir af þeim, sem ráðist hafa á gjaldmiðil okkar og framkallað hrun og fjárflæði í þeirra eigin vasa.

Mér er nær öllum lokið en er þó Íhald af gömlu sortinni og uppalið og ræktað slíkt frá móðurknéi.

með þökk og virðing

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 9.12.2008 kl. 14:43

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Seg me´r nánar um þa´sem greindir eru Siðblindir.  Er nokkur von um Samvisku hjá þeim??

Ég held nefnilega ekki, því er það borrin von, að þeim líði neitt illa yfir því hvernig komið er fyrir ungu fólki sem í dugnaði sparaði og skrapaði saman fyrir útborgun í íbúðarhúsnæði.

Miðbæjaríhaldið

Verður enn heiftúðugari við tilhugsunina um aðhlátur olíarka okkar í garð unga fólksins

Er semsagt gróflega misboðið

Bjarni Kjartansson, 9.12.2008 kl. 14:46

5 identicon

Takk fyrir fína færslu.

Mér finnst alveg með ólíkindum hve ósjálfbjarga þessi ríkisstjórn er. Hún gæti í það minnsta keypt sér örlitlar vinsældir með því að hreinsa vel til í SÍ og FME enda öllum það ljóst er sjá vilja að þeir aðilar eru rúnir trausti og FME sérstaklega einstaklega óvirkt apparat.

Hérlendis þekkist hugtakið ábyrgð ekki og við fáum að borga brúsann af því. Annars er það orðinn þjóðarsiður að setja vanhæft fólk í mikilvæg embætti. Var ekki Árni að steita görn út í IMF þegar þeir voru hér í sumar? Svo kemur í ljós að þeir höfðu alveg rétt fyrir sér. Viðskiptaráðherra vor gæti hæglega lent í gjaldþroti. Við sem þjóð höfum ekki efni á að halda bara áfram eins og ekkert hafi í skorist eftir þessa vitleysu alla.

Nýlegar hryðjuverkaárásir í Indlandi voru viðurstyggð en þar tóku menn ábyrgð, voru ekki alveg siðblindir. Þó er snöggtum erfiðara að sjá svoleiðis atburði fyrir en það sem hér gerðist. Hér sitja vanhæfir siðblindir menn í mikilvægum embættum og skara eld að sinni köku. Svo sjá ráðamenn sérstaka ástæðu til að bera blak af þessu fólki? Hvernig stendur á því?

Ég myndi vilja sjá mál manna hér rannsökuð. Óskandi væri að hægt væri að ákæra þá fyrir afglöp í starfi því hvað annað er þetta? Ef það væri hægt myndu menn leggja sig fram þar sem þeir vita af þessu eðlilega aðhaldi.

Jón (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:56

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég tel að þetta sé með vitund og vilja ríkisstjórnarinnar. Þau skipta þrotabúum á milli "sinna manna" eins og hrægammar. Því miður.

Vilborg Traustadóttir, 10.12.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband