10.12.2008 | 20:33
Brák er mín kona
Undir hamravegg í neđanverđu Digranesi viđ Borg á Mýrum kúra gömul og lítil verslunarhús og láta lítiđ yfir sér. Ţau eru ţó uppljómuđ og hlýleg ađ sjá og hafa greinilega veriđ fćrđ í nýjan búning. Ofan ţeirra stendur hús innrásarvíkingsins Thors Jensen, sem hann byggđi sér og sínum á milli gjaldţrota. Honum miđađi alltaf nokkuđ á leiđ og ţeim ţá líka, sem í fylgd međ honum voru. Má vera, ađ einhver útrásarvíkingurinn hafi komiđ ađ endurreisn ţessara húsa.
Landnámssetriđ starfar í húsunum. Ţađ er varla hćgt ađ kalla ţađ vel geymt leyndarmál lengur, ţar sem ţeim Íslendingum fjölgar sífellt, sem sótt hafa ţađ heim og útlendingum líka. Söguloftiđ er tilvaliđ leikhús fyrir einleiki og ţađ hafa Kjartan Ragnarsson og félagar komiđ auga á. Í návíginu ţarna á loftinu verđur nú um stundir til galdur leikhússins, sem enginn má missa af.
Mr. Skallagrímsson er háđskur gleđileikur um Egil forföđur og Benedikt Erlingsson súrrar saman ţessari skammdegisskemmtun Snorra Sturlusonar á 120 mínútum. Leikurinn einkennist af linnulausu gríni en lítilli alvöru. Dćgurmál eins og flotkrónan eiga ţarna greiđa leiđ frá Skallagrími Kveldúlfssyni í mýrarkeldur Borgarfjarđar.
Brák sló ţó allt annađ út. Brák er bćđi fyndin og dramatísk. Brynhildur Guđjónsdóttir flýtur aldrei í áreynsluleysi yfirborđsins; hún kafar í djúpiđ og nýtir sér allt, sem saga Egils og ađrar heimildir gefa tilefni til. Leikritiđ hefur inngang, ris og úrvinnslu og fylgir meistaralega hefđbundnum lögmálum leikhússins. Brák hef ég séđ tvisvar í haust og er ţađ ógleymanleg reynsla.
Hagfrćđi kreppunnar er ađ eyđa sem mestu í mannaflann og sem minnstu í innflutta vöru. Matur og leikhús í Landnámssetrinu uppfylla ţessi skilyrđi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2008 kl. 08:57 | Facebook
Athugasemdir
gaman ađ heyra - ţetta skal ég sjá
védís (IP-tala skráđ) 11.12.2008 kl. 11:26
Komdu sćll Sigurbjörn.
Gaman ađ heyra ađ ţú hefur ţessa sýn á leikritin.
Kv
Ţorleifur
Ţorleifur (IP-tala skráđ) 11.12.2008 kl. 21:28
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.