Danskir fjársvikarar stunda iðju sína úr fangaklefunum

Athyglisverð frétt á visir.is. Stofna skúffufyrirtæki til að kaupa fyrirtæki í rekstri með lánum sem hafa veð í þessum sömu fyrirtækjum. Svo eru verðmætin moluð sundur og öllu skotið undan, sem fémætt er. Að lokum flýtur alveg undan veðunum og ekkert er eftir til að tryggja endurgreiðsluna.

Þetta er allt saman of kunnuglegt til að teljast fréttnæmt. Eini munurinn er sá, að hér á landi þarf ekki fyrir því að hafa að stunda þessa iðju úr fangaklefanum. Það þykir í lagi fyrir opnum tjöldum.  Samrunadæmin, þar sem skuldirnar verða eftir í verðlausum hluta fyrirtækis og lánadrottinn fær ekki rönd við reist, hafa orðið fleiri en við höfum haft þörf fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Er þetta glæpastarfsemi eða kannski bara góð framkvæmd á kapítalismanum?

Björn Birgisson, 6.1.2009 kl. 16:41

2 Smámynd: Sigurbjörg

Þeir hljóta af hafa lært þetta hér

Sigurbjörg, 6.1.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Offari

Er farið að setja Íslendinga í dönsk fangelsi?

Offari, 6.1.2009 kl. 22:25

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Íslenskir jöfrar eru ekki einir á báti.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.1.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband