Tónlistarhúsið er forgangsverkefni

Úr fyrra bloggi 23.12:

"Tónlistarhúsið hefur forgang fyrir margra hluta sakir og er ekki síður mikilvægt en nýtt sjúkrahús. Þar sem það stendur nú með framkvæmdirnar í andaslitrunum er það eins og vitnisburður um ófarir þjóðarinnar og uppgjöf. Þögull minnisvarði um þjóðina, sem gekk í björg með aflamönnum verðlausra fjármuna og beygði sig í lotningu fyrir fagnaðarerindi þeirra.  Þessir tímar eru að baki og hamrahöllin á hafnarbakkanum þarf að breytast í þann kyndil, sem Ólafur Elíasson, myndlistarmaður ætlar henni að vera og þjóna tónlistinni en fyrst og fremst þjóðinni."


mbl.is Undirbúnir samningar um yfirtöku á tónlistarhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Það hefði verið gaman að sjá húsið fullklárað á áætlun m.m., en sennilega dregst

sú upplifun á langinn um einhver ár?

Einnig mun verða bið á svokölluðu hátæknisjúkrahúsi skilst mér.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 7.1.2009 kl. 15:43

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það eru nú önnur brýnni verkefni þessa dagana heldur en svona pjatt. Besta hugmyndin sem ég hef heyrt um notkun á svæðinu er að stöðva framkvæmdir og setja upp veggspjöld með myndum og textum úr góðærinu og gera þetta að góðærissafni. Eins og kirkjan í Dresden gæti það mynnt okkur á aldrei aftur að láta auðvaldinu eftir stjórn þessa lands.

Héðinn Björnsson, 7.1.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ertu enn í þessu rugli......

Haraldur Bjarnason, 7.1.2009 kl. 17:47

4 identicon

Æ , hættið að hugsa um þetta tónlistarhús ,meðan maður á von á því að vera settur á götuna.

Það verða hvort eð er ekki margir til að fylla þetta hús , í náinni framtíð.

Nr. 1 Líf fólks og heilsa og líka nr. 2-5 , eða lengra .

Kristín (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 19:47

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Enn í ruglinu...og verð. Táradal sjúkdómanna höfum við alltaf hjá okkur. Ef við hefðum aldrei litið upp úr þeirri grautarskál, hefðu engar náttúrumyndir á hellaveggjunum í Frans né Venus frá Míló orðið til. Maðurinn lifir alls ekki af brauði sagði Sigurður Nordal á sínum tíma. Hann lifir af ævintýrunum, sagði hann. Það eru mörg ævintýrin, sem gert hafa okkur að mönnum. Birtingarmynd eins þeirra er að rísa á hafnarbakkanum.  Tónlistarhúsið mun verða einn þeirra þátta, sem binda munu saman þjóðfélagið að nýju og endurreisa sjálfsvirðingu okkar. 

Flestir eru sammála um að tónlistarskólar hafa haft gríðarlega þýðingu fyrir menntun barna og unglinga á undanförnum áratugum. Tónlistahúsið mun hýsa háborg þessarar menningar, verða eins konar háskóli hennar.

Allt hefur sinn tíma undir sólinni. Reiðin hefur sinn tíma. En fái hún að grafa um sig er hún afl eyðingar en ekki uppbyggingar.  Hvað Tónlistarhúsið varðar, þá er tímabært að líta til uppbyggingar en ekki eyðingar.   

Sigurbjörn Sveinsson, 7.1.2009 kl. 20:17

6 identicon

Sæll, Sigurbjörn.

Afhverju taka þeir sig ekki saman sem telja þessa framkvæmd nauðsynlega, stofna uppbyggingarhóp og borga brúsann.  Þannig geta allir unað glaðir við sitt.

Kveðja,

lydur arnason (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 02:48

7 Smámynd: Stefán Helgi Valsson

Að mínu mati finnst mér að við verðum að klára þetta tónlistarhús, jafnvel gera það að atvinnubótaverkefni fyrir atvinnulausa iðnaðarmenn. Ég minni á að aðalbygging Háskóla Íslands var byggð að einhverju leyti af sjálfboðaliðum á erfiðum tímum.

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru búin að bíða eftir þessu húsi í langan tíma en tilkoma slíks húss má segja að komi til með að verða ein af stoðum ferðaþjónustunnar rétt eins og hvalaskoðun og jeppaferðir eru í dag.

Á Írlandi hefur ferðamönnum fækkað en samt halda þeir áfram með byggingu ráðstefnu- og tónlistarhúss, sjá hér. Ástæðan er m.a. sú að Írar telja að bygging slíks húss skili tekjum, ekki síst gjaldeyristekjum, til framtíðar.

Hinsvegar er að sjálfsögðu ekki hægt að líta framhjá því að peninganna er vissulega þörf á öðrum stöðum og ekki ætla ég að heimta ráðstefnu- og tónlistarhús vitandi af brýnum verkefnum í þjóðfélaginu.

En, ég vil gjarna halda þessu með atvinnubótahugmyndina til haga.

Stefán Helgi Valsson, 8.1.2009 kl. 08:57

8 Smámynd: Stefán Helgi Valsson

Sjá frétt á vefsíðu Félags leiðsögumanna um ráðstefnu- og tónlistarhúsið á Írlandi, smellið hér.

Stefán Helgi Valsson, 8.1.2009 kl. 08:58

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er illt að láta hús standa hálfkláruð. Menn geta svo sagt að þörf sé á peningum á öðrum sviðum - það er reyndar alltaf sagt - en tónlistarhús eða þjóðleikhús eða ópera eða menningarhús yfirleitt eru ekki pjatt. Hvorki í auðvaldslöndum eða sósíalískum löndum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.1.2009 kl. 15:48

10 identicon

Sælir

 Man þegar ég horfði eitt sinn á Húsið á sléttunni, sem var gríðar vinsælt í mínum aldurshópi á þeim tíma, þar sem íbúðarhúsið brann og húsbóndinn sýndi mikið snarræði þegar hann braust inn í alelda húsið og eina sem hann kom með út var gamla fiðlan. Þetta rifjaðist upp þegar ég las hjá þér bloggið man enn hvað ég var vonsvikinn með þessa hetjudáð finnst við vera í svipuðum sporum nú allt er að brenna og menn hafa áhyggjur af "fiðlunni" 

Eitt sinn fór tónlistar nám fram í kirkjum landsins fer ekki vel á því að taka það upp aftur nóg er allavega til af kirkjunum og börnin geta farið í kennsluna meðan foreldrarnir leggjast á bæn um að eiga fyrir salt í grautinn.

kveðja Sævar

Sævar Smárason (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 23:02

11 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég er algjörlega sammála Sigurbirni Sveinssyni um það, að Tónlistarhúsið rísi fullklárað við fyrsta tækifæri. Við, Íslendingar, erum menningarþjóð og verðum það áfram, tel ég og vona. Svokallað hátæknisjúkrahús má gjarnan bíða og jafnvel þarf að endurskoða þær hugmyndir frá grunni ?

Við, landsbyggðarfólk, erum stolt af okkar Þjóðleikhúsi, og við munum líka verða stolt af okkar Tónlistarhúsi.

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 20.1.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband