8.1.2009 | 14:16
Guðlaugur finnur ekki upp hjólið
Ég skal gangast við því, sem ég á af þessu. Arkitektarnir voru menn eins og ég og reyndar stór nefnd, sem gerði drög að frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu á sínum tíma. Nefndin var félagslegur og pólitískur þverskurður þjóðarinnar. Það, sem lagt er til núna, er dregið upp í þessum lögum og í reglugerð, sem fengnar voru tillögur að. Þingeyingar og Skagfirðingar voru alltaf á móti þessu og verða það vísast áfram. Jón Bjarnason talar gjarnan með því, sem til vinsælda er fallið í hans heimasveit.
En eitt má segja Guðlaugi til afsökunar, að hann er ekki að þjóna illmennsku sinni með þessari framkvæmd.
Ráðherra segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er á móti öllu eins og þú veist!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.1.2009 kl. 15:44
Sigurður: Ekki á móti sómasamlegri aðstöðu til tónlistarflutnings. Annars er tímabært að þú farir að skrifa aftur tónlistarkrítik. Atli Heimir segir að nú skrifi enginn að gagni um músík lengur. Það má vel vera rétt hjá honum. Allavega er Árni Bergmann núna á kafi í gerskum gyðingasögum. Að vera veðurviti umvafinn mjúkum blæ tónlistarinnar hlýtur að vera unaðslegt hlutskipti.
"Góð lífskjör er ekki það að eiga mikla peninga til að kaupa fyrir drasl. Góð lífskjör er hugarfar. Að lifa í fegurð og sannleika. Að gleyma því að maður sé til af einskærum fögnuði yfir því að vera til. Það er velferð og góð lífskjör. Og þá þurfum við enga afþreyingu af því að í huganum er hamingja og lífsfylling. En þessi gæði koma ekki fyrirhafnarlaust í gegnum Stöð 2. Það verður að vinna fyrir þeim og leggja hart að sér: Menn verða að þagna og hlusta þolinmóðir á sönginn í sálinni. Þá birtast hin æðstu lífsgæði. Í gegnum þá fáu sem hugsa fegurra og dýpra en aðrir. Gegnum snillinga og spámenn mannkynsins. Í sannleika listar, trúar og kærleika. En þetta skilja víst engir lengur nema úrtölumenn og sérvitringar." Úr pistli um tónlist e. Sigurð Þ. Guðjónsson í DV um 1990.
Sigurbjörn Sveinsson, 8.1.2009 kl. 16:25
Hef ekki kynnt mér tillögurnar ýtarlega en við fyrsta yfirlestur eru þær skynsamlegar og praktískar. Vinsælar verða þær ekki og það hefði ekki skipt neinu máli hverjar þær hefðu orðið.
Það er eins og að ætla sér að slátra heilagri indverskri kú að ætla að breyta einhverju í því kerfi. Þar eru kóngar og drottningar á hverju horni og allir verja sitt vígi sem mest þeir mega.
Bara það að færa starfsemi milli hæða og endurskipuleggja eina litla 30 rúma stofnun úti á landi með stækkun og endurgerð á húsi, getur verið stórmál. Ég þekki slíkt af eigin raun og tel mig því vita nokk um hvað málið snýst. Það skal tekið fram að þessar breytingar tókust sérlega vel, svo ekki sé meira sagt. Nú er þessi stofnun sérlega notaleg og þægileg í alla staði, aðstaða vistmanna fyrir og eftir breytingar er eins og svart og hvítt.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2009 kl. 17:23
Hér er kenning:
Sjálfstæðisflokkurinn (og hjálpardekkið)ætla að nýta sér efnahagshamfarirnar sem afsökun til að skemma heilbrigðiskerfið þannig að hagstæðar aðstæður skapist fyrir einkafyrirtæki í sem selja heilbrigðisþjónustu.
Þegar þeir hafa eyðilagt efnahagskerfi þjóðarinnar og orðstír hennar í alþjóðasamfélaginu þá snúa þeir sér að heilbrigðiskerfinu með sömu aðferðum og brátt fara orkufyrirtæki og orkuauðlindir þjóðarinnar sömu leið.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:33
Á sléttum vegum í sumarblíðu er margt gott í þessum breytingum. En við búum á Íslandi og þar eru sjaldnast sléttir vegir né sumarblíða. Vegir og veður geta haft úrslitaþýðingu þegar drífa þarf sjúkling undir hnífinn. Held að nærtækara væri að fresta allri hugsun um Háskólasjúkrahússófreskjuna þar til landið hefur rétt sig af. Kragasjúkrastofnanirnar skulu spara 750 milljónir í ár á meðan eyða má 800 milljónum (sem reyndar duttu niður í 400 í sparnaðartillögunni) í undirbúning fyrir þetta skrímsli. Á sama tíma er talað um að nýta það húsnæði sem til er nú þegar. Orð í kross kalla ég það.
Er hins vegar sammála ýmsu í þessum tillögum. Finnst bara tíminn stuttur og þær ekki nógu þverfaglegar.
, 8.1.2009 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.