Agnes veit svörin

Í Morgunblaðinu í gær birtist pistill Agnesar Bragadóttur um stöðutökuna gagnvart krónunni. Agnes spyr sem vonlegt er: "Hverjir sváfu á verðinum  á meðan það gerðist að stöðutaka í gömlu viðskiptabönkunum, þar sem veðjað var á veikingu krónunnar, varð samtals á milli 600 og 700 milljarðar króna? .....Það hefur ekki farið fram hjá því að þeir sem leyfðu þessu að gerast, þeir sem stuðluðu að því að þetta gerðist, verði dregnir til ábyrgðar."

Það er gamall vísdómur, að maður eigi einungis að spyrja þeirra spurninga, sem maður veit svörin við. Og enn betra er að spyrja aðeins þeirra spurninga, sem enginn annar hefur svörin við. 

Nú þarf ekki að ganga svo langt því þjóðin varð vitni að því fyrir tæpu ári að ábyrgir aðilar sögðust ætla að rannsaka meint brask með krónuna og síðar að þeir hefðu ekki orðið varir við neitt misjafnt.

Agnes ætti að ljúka pistli sínum með því að veita okkur svörin við spurningum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hef haldið því fram, síðan Verðtryggingin var sett á, að það væri meiriháttar brogað, að SAMI aðili og hagnist mest á hækkun Verðbóta, ráði nánast einn, um stöðu aðal áhrifavaldsins á vísitölu framfærslukostnaðar.

Það er of sterk freisting, að manupulera það sem getur galdrað fram aura í vasa, til þess, að láta vera að prófa bara svona pínu.

Ég talaði gegn Kvótakerfinu, vegna þess, að þar færi þjálfunarbúðir í svikum og svínaríi, hvar menn gætu búið til ,,óefnislegar eignir" og komið þeim inn í efnahagsreikning með ,,kaupum og sölum" á skipum inn í einkahlutafélaög og sameiningar við ,,móðurfélög".

ÞEgar ég hélt þessu fram, var ég bara úthrópaður sem Vestfirðingur og öfundarmaður efnaðra manna sem kynnu að reka útgerð.

Ekkert talað um framlegð eða raunverulega verðmætasköpun, bara að eftir AFSKRIFTIR (nú með kvóta eftir að hafa verisð settur inn sem afskrifanlegar ,,eignir" Goddwill) væri ,,reksturinn flottur.

Sjá nú hvar hollusta Samherjamanna er.

Við þurfum þjóðholla stjórnendur sem ÞORA að taka til og mín tillaga er að byrja á því , að segja skilið við EES og Schengen.

Fjórfrelsið hefur reynst okkur verulega um megn og það minnkar ekki, heldur eykst við inngöngu í ESB.

Ekkert eykst í útflutningsverðmætum, minnkar frekar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 12.1.2009 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband