20.1.2009 | 08:33
Kaupþingsmenn vissu allt mánuðum fyrr
Margt bendir til þess, að Kaupþingsmenn hafi ekki verið eins grandalausir um fall bankanna eins og þeir vilja vera láta. Því kemur ekki á óvart að þeir skuli hafa bjargað skiptimynt úr bankanum dagana fyrir hrunið. Ég vil nefna eitt dæmi um þetta.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn fór óvenju vel út úr bankahruninu ef svo má að orði komast. Allavega ef litið er til afkomu flestra annarra lífeyrissjóða. Skýring þessa er, að forráðamenn sjóðsins, sem var í vörslu gamla Kaupþings, losuðu sjóðinn að mestu við áhættusöm skuldabréf mörgum mánuðum fyrir hrun bankans og fjárfestu m.a. í ríkistryggðum skuldabréfum. Þetta er þeim auðvitað ekki til hnjóðs að sínu leyti en sýnir glöggt, hvernig Kaupþing mat stöðuna vonlausa. Engir aðrir viðskiptamenn bankans eða smáeigendur fengu þessar viðkvæmu upplýsingar og jafnvel starfsmenn narraðir til að taka vitlausar ákvarðanir í eigin málum fram á síðustu stundu.
Þessar nýju fréttir um fjárflótta úr bankanum og fjárböðun á síðustu vikunum koma alls ekki á óvart skoðaðar í þessu ljósi. Margt bendir til að forráðamenn annarra banka hafi búið yfir svipuðum upplýsingum og að ýmis kurl eigi eftir að koma þar til grafar.
Milljarðalán án áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tókstu eftir því hver var í lánanefndinni og berst fyrir endurkjöri í stjórn VR?
Steinn Hafliðason, 20.1.2009 kl. 13:13
það bendir allt til þessa!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:24
Það bendir líka ýmislegt til þess að þessir olíu milljarðar frá Katar séu bara sýndarmennska. Ég heldað margir hafi hætt við að selja bréf sín og eða verið ráðlagt að gera það ekki í ljósi þessara "kaupa" sjeiksins í bankanum.
Það þarf greinilega að skera á mörg kýli í þessu þjóðfélagi og stærata kýlið er Sjálfstæðisflokkurinn og stefna hans.
Hilmar Sigvaldason, 21.1.2009 kl. 02:04
Ég vona það einlæglega að sannleikurinn komi í ljós, en óttast að svo verði ekki. Það er ekki hægt að sætta sig við það.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.1.2009 kl. 02:35
Bara það að græða á því launalega séð að halda áfram glötuðum rekstri vitandi að þeir kæmust upp með það frýir þá allri ábyrgð.
Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 06:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.