Nú er nóg komið

Mótmælin hafa náð hámarki. Þau hafa líka náð markmiðum sínum. Nú er sú brotalöm komin í ríkisstjórnina, sem ekki verður bætt. Kosningar verða fyrir mitt ár. Almenningur hefur sýnt mótmælendum í miðborg Reykjavíkur mikið umburðarlyndi og skilning, þar sem markmiðin og skoðanir hafa farið saman. Lögreglan hefur staðið sig vel við erfið störf. Það er auðvelt að setja sig í hennar spor en erfitt að sjá, hvernig maður mundi leysa verkefnið. Það er ekki öllum gefið svo vel fari.

 Við munum leysa þetta eftir leikreglum lýðræðisins, sem við höfum sett okkur í stjórnarskránni. Ef við viljum breyta stjórnarskránni, þá gerum við það eftir þeim sömu reglum. Þeir, sem komu til að ryðja byltingunni braut eða stjórnleysinu, munu verða fyrir vonbrigðum. Almenningur mun verja stjórnskipanina.


mbl.is Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt sem ég vil benda þér á Sigurbjörn og ykkur hinum sem lesa þetta.

Það er mótmælendur er almenningur, þessi svo kölluðu aðgerðarsinnar eru ekki nema lítill hópur mótmælenda.

ATH að á Þriðjudaginn var mill 4 og 5 þú manns og ef við uppfærum það á USA væri það 4 til 5 milljónir manna, miðað við þessa frægu höfðatölu.

Og meira að segja þar held ég að Bush sé ekki svo vitlaus að hann hefði hlustað.

Krafan er skýr stjórnin burt, utanþingsstjórn fram að kosn. og svo það að Geir H H tala við okkur, enn ekki að hann viðhafi niðrandi ummæli sem eru engum til gagns.

Þetta er bitling og hún kostar fórnir, skemmdir á opinberum eigu eru smámunir miðað við það tjón sem stjórnvöld bera ábyrgð á gagnvart okkur.

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:19

2 identicon

Hjartanlega sammála. Menn verða að fara að lögum - að ég tali nú ekki um stjórnarskrána. Það er eina rétta leiðin.

Yngvi Rafn Yngvason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:22

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þið eigið þá við að ALLIR eigi að fara að lögum og virða stjórnarskránna. Líka ráðamenn og ríkisbubbar, viðskiptamenn og auðmenn??? Hverju haldið þið að  almenningur sé að mótmæla???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 10:04

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Allir eiga að virða stjórnarskrána. Án undantekninga.

Sigurbjörn Sveinsson, 22.1.2009 kl. 10:15

5 identicon

Ótrúlega heimskt og ósvifið að ráðast þannig á lögreglumenn.  Bara glæpsamlegt.  Þeir eru líka fólk eins og við hin.   Vildum við ekki friðsamleg mótmæli?  Það er villtur lýður sem ræðst á lögreglumenn.   Þeir eru undir ofurálagi og undirmannaðir.  Já og ekki síst á skitalaunum miðað við ábyrgð. Og miðað við lögreglumenn í öðrum vestrænum löndum.  Látið lögreglumennina okkar í friði.

EE (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:49

6 Smámynd: Jörundur Garðarsson

"Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða"

Jörundur Garðarsson, 22.1.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband