23.2.2009 | 08:51
Gettu betur: Hin síðari blessan
Það er alltaf tilhlökkunarefni að sjá og heyra unga fólkið takast á í þessari spurningakeppni. Við hjónin vorum í mestu makindum í frístundahúsinu og horfðum á fyrsta þáttinn í ár s.l. laugardagskvöld. Allt gekk þetta vel eins og áður og ekkert óvænt í gangi. Davíð Þór bætt við sig svolitlu af "þekkingarrusli" eða "useless shit" eins og börnin mín kalla það jafnan. Þau eru spurningakeppnisfíklar.
Þá er kynnt til sögunnar tríó Þórðar Sigurðssonar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð til að leika lag eftir hann sjálfan. Þetta fer rólega af stað, fyrstu tónarnir eins og til að liðka leikmenn og áheyrendur en síðan er tekið á sprett og leikgleði, fjörið og fáguð spilamennska allt til enda. Ég hrífst með. Ég hrekk upp við að konan mín segir: Er ekki allt í lagi elskan mín? Þú ert í tárum.
Sprotarnir, hæfileikarnir og vilji og geta til sköpunar eru mitt á meðal okkar. Að þessu þarf að hlúa. Keppni liðanna var ágæt en kom ekki á óvart. Tríó Þórðar Sigurðssonar var perla kvöldsins. Það var hin síðari blessan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:58 | Facebook
Athugasemdir
Eina sem að ég man eftir úr þessum þætti,er spil þessa magnaða tríó.
Númi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 09:12
Frábært!
Hlédís, 23.2.2009 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.