1.3.2009 | 17:52
Erlendir ríkisborgarar fengið setningu
Mér finnst líklegt að setning erlends ríkisborgara í embætti hér á landi eigi sér fordæmi. Ég hygg að dæmi þess megi finna hér áður fyrr á ásunum þegar læknar voru embættismenn og erlendir ríkisborgarar fengu tímabundna setningu í þau embætti. Er ég þá að tala um á lýðveldistímanum.
Stjórnskipuleg óheillaskref | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2024
- Nóvember 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Október 2019
- Maí 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Janúar 2018
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bloggvinir
- arh
- asgerdurjoh
- doggpals
- drsaxi
- fhg
- gudrunvala
- hallibjarna
- iceberg
- jorg
- kaffi
- kreppukallinn
- lehamzdr
- oliskula
- ragnar73
- sabroe
- skulablogg
- stefangisla
- undraland
- formosus
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- gp
- zeriaph
- garmur
- helgi-sigmunds
- drum
- disdis
- holmfridurpetursdottir
- jogamagg
- rabelai
- jonmagnusson
- jonsnae
- jonvalurjensson
- kamasutra
- kjarri
- krissiblo
- kristjan9
- maggadora
- martasmarta
- logos
- siggifannar
- siggisig
- unnurgkr
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurari
- icekeiko
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er langt á milli að vera settur læknir í eitthvað embætti eða vera settur í eitt af valdamestu embættum landsins. Ég hygg að þetta ákvæði hafi verið sett til að koma í veg fyrir að aðrir en íslenskir embættismenn stjórnuðu landinu. Þótt læknisverk séu hin mestu þarfaverk, þá eru þau nokkuð langt frá því að tengjast stjórnun þess.
Enda er þetta ákvæði í íslenskum lögum sambærilegt við slík ákvæði í mörgum ef ekki flestum öðrum stjórnarskrám og þar ganga meirisegja sum lönd enn lengra að því marki að þar er þess krafist að viðkomandi sé ekki bara með ríkisborgarrétt í viðkomandi landi, hann þarf jafnframt að vera fæddur í því landi og hafa haft ríkisborgarréttinn frá fæðingu. Og öll snúa þau að æðstu stjórnunarembættunum eingöngu.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:40
Það er mín skoðun að uppruni þinn skiptir ekki máli, heldur hversu hæfur þú ert í starfið...
TARA, 1.3.2009 kl. 22:19
Tara, því er ég sammála. Það má vel vera að þessu ákvæði þurfi að breyta. Hins vegar eru þetta lög landsins og þau skal virða á meðan þau eru í gildi, hvort sem þau eru ósanngjörn eður ei.
Arnór (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:00
Samkvæmt Sigurði Líndal einum reyndasta lögfræðingi landsins var þetta ólögmæt ákvörðun hjá Jóhönnu.
Það er of loðið að halda því fram að setning sé ekki hið sama og skipun.
Góðu fréttirnar eru þó þær að ef þessi seðlabankastjóri reynist illa og allt fer til fjárans þá getur næsta ríkisstjórn kallað saman landsdóm í fyrsta skipti og dregið Jóhönnu til ábyrgðar.
Hefur það ekki annars verið krafa almennings upp á síðkastið að ráðherrar axli ábyrgð á störfum sínum?
Væri þá ekki bara fínt að næsta ríkisstjórn gerði eitt stykki glæsilegt fordæmi úr Jóhönnu Sigurðardóttur?
14. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.
2. gr. Laga um ráðherraábyrgð
Ráðherra má krefja ábyrgðar samkvæmt því, sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum, fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hefur orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hefur annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 02:01
Ég get vel fallist á, að það sé sitthvað að vera læknir og seðlabankastjóri. Þessi umræða snýst ekki um það. Hún snýst um að virða laganna bókstaf og sá bókstafur gerir engan greinarmun á embættismönnum þegar litið er til þess ákvæðis stjórnarskrárinnar, sem hér er til umræðu. Einn liður í því að túlka ákvæðið hlýtur að vera að skoða framkvæmd stjórnsýslunnar hvað það varðar þ.e. hvort fordæmi séu til og ef svo er, hvort rétt hafi verið staðið að málum á þeim tíma.
Sigurbjörn Sveinsson, 2.3.2009 kl. 08:35
Starfsmannalögin gefa tálsvert rúm til að ráða viðkomandi seðlabankstjóra og mér sýnist einnig mögulegt að setja manninn tímabundið í starfið, eins og margoft er gert og áður hefur verið bent á.
6. gr. Almenn skilyrði til þess að fá skipun eða ráðningu í starf eru þessi:1. Átján ára aldur. Þó má víkja frá þessu aldurslágmarki um störf samkvæmt námssamningi, ræstingastörf, sendilsstörf eða önnur svipuð störf. Einstök ákvæði í lögum, þar sem annað aldurstakmark er sett, skulu haldast.
2. Lögræði. Þó gildir lögræðiskrafan ekki þegar undanþága er gerð skv. 1. tölul.
3. Nauðsynleg heilbrigði, andleg og líkamleg, til þess að gegna þeim starfa sem hverju sinni er um að ræða.
4. Íslenskur ríkisborgararéttur. Þó má ráða ríkisborgara frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins [eða aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu]1) [eða Færeyjum]2) til starfa með sömu kjörum og íslenska ríkisborgara. Einnig má víkja frá þessu ákvæði þegar um er að ræða aðra erlenda ríkisborgara ef sérstaklega stendur á.
Sigurbjörn Sveinsson, 2.3.2009 kl. 12:02
Sigurður Líndal sagði ekki að hann teldi ólögmæt að ráða erlendan ríkisborgara, tímabundið.
Hann taldi ólöglegt að skipa erlendan ríkisborgara í embættið.
Um tímabundna ráðningu væri hann ekki viss. Ætlaði að skoða það betur.
Kannski er kominn undan feldinum??
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 14:33
Rétt skal vera rétt: Í sjónvarpinu s.l. föstudag sagði Sigurður að enginn munur væri á tímabundinni setningu og skipun. Þar greinir menn s.s. á.
Sigurbjörn Sveinsson, 2.3.2009 kl. 14:44
Sigurður er ekki öruggari en svo að telur að athuga þurfi málið betur.
(Kvöldfréttir RUV.27.02.09. )
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:19
Lýðveldið fjarar undan okkur smátt og smátt
Elinóra Inga Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 15:47
Sigurbjörn,
Regla númer eitt, tvö og þrjú þegar kemur að því að leysa úr lögfræðilegu vandamáli er að fara rétt með réttaheimildirnar. Stjórnarskráin er æðsta réttarheimild í íslenskum rétti samkvæmt reglunni um lex superior.
Lög eru næst æðsta réttarheimildin, þar af leiðandi skiptir engu máli hvað stendur í starfsmannalögum því ef þau stangast á við ákvæði stjórnarskrár þá verður að virða þau vettugi og dæma eftir ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Nú þegar myndast hefur óvissa um ákvæði stjórnarskrár þá er það allra hagur að Hæstiréttur Íslands leysi úr þeirri óvissu. Því vona ég að einu tveir mennirnir sem geta átt aðild að þessu máli, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, kæri það til héraðsdóms.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:20
Hafsteinn.
Þeir hafa enga aðild að málinu. Það snýst um ráðningu nýs seðlabankastjóra.
Hæðstiréttur ætti að vera búinn að taka á málinu. En...............?
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:36
Undir þetta allt get ég heilshugar tekið hjá þér Hafsteinn. Ég er hins vegar ekki viss um, að Eiríkur og Davíð séu spenntir fyrir þessari hugmynd
Sigurbjörn Sveinsson, 2.3.2009 kl. 16:37
Var danskur maður skipaður eða settur héraðslæknir á Þórshöfn forðum daga???
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 16:42
Danskur var hann. Hlýtur að hafa fengið tímabundna setningu.
Sigurbjörn Sveinsson, 2.3.2009 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.