6.10.2009 | 20:35
Fellur VG á prófinu?
Það er raunalegt að fylgjast með Steingrími J. þessa dagana. Ótrauður berst hann heima og heiman fyrir hagfelldri niðurstöðu í fjármálaóreiðu þjóðarinnar og reynir að forða slysalegri brotlendingu hennar. Jafnframt berst hann fyrir lífi ríkisstjórnarinnar, sem hangir á bláþræði vegna yfirvofandi hjaðningavíga í þingflokki VG. Yfirvarpið er Icesave en hin raunverulega ástæða virðist djúpstæðari og ágreiningur komið fram í öðrum málum fyrr í sumar. Þetta er afleit staða, þar sem þjóðin hefur ekki annan fugl í hendi en þessa ríkisstjórn, þó tveir þykist í skógi. Maður spyr sig hvað veldur.
Ræður afbrýði för?
Er Ögmundur verkalýðsforingi feginn að vera laus við það hlutskipti að standa fyrir uppsögnum hundruða ríkisstarfsmanna í heilbrigðisþjónustunni?
Hafa menn fallið fyrir þeirri freistingu að láta að vilja almannaálitsins fyrir stundarvinsældir?
Eru hugsjónamenn eins og Ögmundur óstjórntækir, þar sem þeim er ekki gefið að víkja minni hagsmunum, sem styðjast við prinsríp, fyrir meiri? Berjast heldur um hvern lófastóran blett á vígvelli stjórnmálanna?
Sjónarandstaðan rekur klassíska stjórnarandstöðu við algerlega óklassískar aðstæður. Hún er tilbúin til að leggja þjóðina undir til að ná markmiðum sínum. Á meðan foringi annars stjórnarflokksins fer utan og er fjarri vopnum sínum leggja þingmenn hans á ráðin um uppreisn í flokki hans.
Er nokkur furða þó hér sé á skerinu hnípin þjóð í vanda?
Eða verður það sagt um Steingrím og þessa tíma þegar frá líður svo vitnað sé í Churchill: "That was his finest hour."
Hefur trú á að stjórnin lifi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.10.2009 kl. 12:47 | Facebook
Athugasemdir
Sammála flestu. Held samt að of mikið sé gert úr málinu. Rekst Lilja Mósesdóttir kannske illa í hóp? Hef heyrt það.
Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 21:01
Frekar leiðandi spurningar. Var þetta kannski "finest hour" Ögmundar?
Doddi D (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 21:40
Steingrímur hefur staðið sig frábærlega vel við ótrúlega erfiðar aðstæður.
Helgi Jóhann Hauksson, 7.10.2009 kl. 00:47
Steingrímur á aðdáun skilda fyrir sína framgöngu, að þykjast ekki sjá það er eingöngu pólitísk ósanngirni.
Það er svo sem gott að vera fylgin sér, en menn ná ekki fram sínum málum með því að hafna alfarið málamiðlunum og láta sig síðan falla fram á sverð sín, ef ekki vill betur.
Stundarhrifningin á Ögmundi, sem brotthlaup hans hefur vakið, á eftir að breytast í andhverfu sína. Það er sorglegt þegar þjóðin þarf að eiga sitt undir rokgjörnu fólki eins og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur sem byggir hugmyndafræði sína á óraunhæfum draumsýnum og skoðanakönnunum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2009 kl. 11:38
Steingrímur J. hefur að mínu mati staðið sig með miklum ágætum í mjög erfiðri stöðu. Hann fer fremstur meðal íslenskra stjórnmálamanna á þessum erfiðu tímum. Andstæða hans er Ögmundur Jónasson - flóttaráðherra heilbrigiðsmála.
Mikið traust er borið til þeirra beggja Jóhönnu og Steingríms.
Góð greining hjá þeir í þessum pistli.
Sævar Helgason, 7.10.2009 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.