2.12.2009 | 22:57
Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman
hefur verið sagt. Ég held að ég afsanni þetta innan tíðar. Hér á heimili eru nú orðið gerðir þvílíkir brauðhleifar og af svo drullugóðum gæðum að lifa má af þeim án annars til margra daga. Fyrir nokkru bakaði spúsa mín brauðhleif, sem var svo stór að undrun sætti. "Man eating plant" datt heimasætunni í hug. En gómsæt var hún og hvarf fljótlega á sinn stað. Nú er komið úr ofninum annað brauð öðru betra og mætti halda að atvinnubakarar hefði lagt þar hönd að verki. Og til viðbótar er það snyrtilega vaxið og prútt og frjálslegt í fasið eins og brauð eiga að vera.
Það skal tekið fram, að brauðgerðarvél önnur en konan mín hefur aldrei komið inn fyrir dyr á þessu heimili.
Það skal tekið fram, að brauðgerðarvél önnur en konan mín hefur aldrei komið inn fyrir dyr á þessu heimili.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Brauð er nú best í fljótandi ölformi.
Sigurjón Jónsson, 3.12.2009 kl. 09:07
Hvor þeirra var gómsæt, spúsan eða heimasætan? Alla vega var það greinilega ekki brauðhleifurinn!
corvus corax, 3.12.2009 kl. 16:50
"The man eating plant"
Sigurbjörn Sveinsson, 3.12.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.