Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
28.9.2010 | 12:10
"niðri í bæ að skemmta sér þessa nótt " ???
Mér finnst það heldur hvimleitt að sjá það ítrekað á prenti eða heyra á ljósvakanum, þegar fólk hefur staðið misjafnlega ölvað fyrir leiðindum á almannfæri, að það hafi verið "að skemmta sér". Þetta er viðtekinn frásagnarmáti en í besta falli karikatúr af sannleikanum. Af hverju ekki að nefna hlutina sínum réttu nöfnum og segja að fólk hafi verið að drykkju.
Þessari athöfn fornmanna var aldrei lýst öðruvísi og ekki sparaðar lýsingarnar, þegar þeir ældu hver upp í annan.
Dæmdur fyrir líkamsárás þrátt fyrir minnisleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.9.2010 | 23:11
Áðan á sinfó
Í pokarottu og eldrauðum sokkum
situr hún við hlið mér
og hringar sig í sætinu
eins og köttur,
dregur lappirnar undir sig
og grefur með æpandi tánum
í vatnsbláa sessuna.
Þær dansa við karlmannsklæddan Fást,
eldfugl,
með blóðlitan refil um axlir
og glaðvakandi fíólín í fangi,
Þyrnirós í sál.
Prúðbúnir gestirnir
eru víðsfjarri og ilmurinn
eins og engar séu borðtuskur
í strætisvögnum.
Miskunnarverkið og pabbi
eru löngu gleymd
og tónlistin nær þangað,
sem henni var ætlað.
Ljóð | Breytt 25.9.2010 kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.9.2010 | 17:07
Tónlistin er holl fylgja hverju barni
Þrátt fyrir tímann og stundum fyrirhöfnina, sem fer í tónlistarnám, sýnir reynslan, að þeim börnum vegnar yfirleitt vel að öðru leyti í skóla, sem á hana leggja stund. Sköpunargáfan þroskast við regluverk tónlistarinnar og aga, sem barnið þiggur með gleði.
Lagi var komið á tónlistarkennslu í landinu í ráðherratíð Gylfa Þ. Gíslasonar. Síðan hafa margir misvitrir stjórnmálamenn reynt að höggva í þann grunn, en sen betur fer ekki haft erindi sem erfiði.
Ánægja með skólahljómsveitir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2010 | 16:03
Austanvindar og vestan
Vinur minn hvíslaði:
Andi laganna gefur til kynna að sala HS Orku til Magma sé ólögleg en ef nota á lagahyggju má túlka hana sem löglega sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra um niðurstöðu nefndar sem skoða átti söluna.
Hún segir vilja ríkisstjórnarinnar liggja fyrir og eftir því verði unnið
Sem sagt þessi lög segja að þetta sé löglegt ef notuð er svokölluð lagahyggja en þar sem við meintum auðvitað að þetta ætti ekki að vera löglegt munum að sjálfsögðu vinna eftir því. Væntanlega þá með afturvirkri lagabreytingu þannig að andi laganna verði í samræmi við þá lagahyggju sem við viljum að gildi og hefði átt að gilda.
Hvaða grín er þetta þá með lögin um landsdóm? Þau eru víst úrelt en af því að þau eru þarna og má túlka sem svo að það skuli ákæra ráðherra þá verðum við að gera það af því að þau eru þarna og af því að þau eru þarna verður að fara eftir þeim. Við viljum ekkert endilega ákæra þessa ráðherra en lögin eru bara svona.
Það virðist því vera nákvæmlega sama hvernig lögin í landinu eru. Ef þau þóknast ekki núverandi valdhöfum af því að einhver lagahyggja er notuð þá förum við bara eftir anda laganna og andi laganna er það sem við meinum! Nú og ef það þóknast núverandi valdhöfum að fara að lögum jafnvel þótt þau í hinu orðinu halda því fram að þau séu úrelt, þá verður að fara eftir þeim.
Hvernig á að vera hægt að stunda viðskipti í þessu landi og laða að erlenda fjárfesta við þessar aðstæður með ráðherra í ríkisstjórn sem talar með þessum hætti?
Lögmæti Magmasölu túlkunaratriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2010 | 11:01
Er Alþingi gengið af göflunum?
Vilja sérstaka Icesave-rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |