Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

Tónlist fyrir lifandi fólk

Fjölskyldan var á jólatónleikum Módettukórsins í Hallgrímskirkju í gćr. Ekki ţeir fyrstu ţetta áriđ. Samt ný upplifun. Ekkert léttmeti. Ţekkti ekki nema brot af tónlistinni. Margt nýtt eđa nýjar útsetningar á gömlu. Gamalt vín á nýjum belgjum. Tónskáldin notuđu kórinn og kórinn notađi kirkjuna. Allt reyndi ţetta á mann til ánćgju. Endurtekningin er ekki til, sagđi Kirkegĺrd. Ekki einu sinni í tónlist. Jafnvel ţó sungiđ sé eftir sömu nótum aftur og aftur.

 Ţóra Einarsdóttir söng einsöng. Söng englasöng. Pabbi hennar sagđi mér einu sinni ađ hún hefđi fariđ ađ lćra ađ syngja fyrir einhverjar tiktúrur. Ţađ vćri ekkert lag í foreldrum hennar. Ţađ er ótrúlegt. Hún er ţremenningur viđ frćndfólk mitt á Kiđafelli. Margir góđir straumar liggja um Kiđafell.

Kantorinn í Skólavörđuholtinu hefur lyft Grettistaki í íslenskri sönglist á sinn hógvćra og yfirlćtislausa hátt. Hann er hvalreki.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband