Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
10.6.2011 | 22:34
Nú er nóg komið
.. og er ekki þar með sagt að efast sé um það, sem Sigrún ber að Ólafur Skúlason hafi gert á hennar hlut. Ekki verður séð af þeirri skýrslu, sem lögð var fram í dag, að sr. Karl hafi komið fram í þessu máli af undirhyggju, sem honum er ekki samboðin. Moldviðrið var nægjanlegt til að æra hvern mann og hann hélt þó þeim sjó, að vilja ekki gefa biskupi sínum opinn víxil. Og lét mannlegar athugasemdir falla í dagbók sína, sem sýna þá eiginleika, sem gerðu hann að góðu biskupsefni.
Á þessari stundu má hefndarþorstinn ekki taka við þessu máli. Hann á hér ekki heima. Nú tekur fyrirgefningin við. Karl biskup er valmenni. Valmenni horfast í augu við mistök sín og það, sem betur hefði mátt fara. Það veit ég að Karl gerir. Við erum engu bættari að biskupinn falli. Sigrún ætti fremur að veita honum höfuðlausn en að krefjast þess.
Biskup segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |