Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
18.1.2012 | 16:44
Samtryggingarkerfið leitt til öndvegis?
Þeir sem hæst kalla: Krossfestum hann, krossfestum hann bundust samtökum á sínum tíma að fría Ingibjörgu og Björgvin. Þeir kasta nú steinum úr glerhúsi þegar þeir tala um að samtryggingarkerfið verði leitt til öndvegis ef alþingismenn ganga í sig og viðurkenna að sakfelling eins manns sé stílbrot í réttarríkinu.
Í grein Ögmundar Jónassonar í Morgunblaðinu í gær birtist valmenni, sem viðurkennir rangindin, sem Alþingi hefur vaðhaft í krafti meirihlutavalds og bendir á þá einföldu staðreynd að réttarhöldin draga athygli okkar að persónulegum hefndum en ekki uppgjöri við sjálf okkur og stjórnmálin.
Að þessum réttarhöldum fylgir ekkert annað en sundrung og alls enginn nýr dagur. Ég get alveg tekið undir með Karli biskupi að þetta er þjóðarsmán.
Uppreisn ef þingmenn styðja tillögu Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |