Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
20.3.2013 | 22:47
Hvimleið gömul saga og ný
Gamlar aðferðir við að deila og drottna. Sultarólarnar hertar á víxl, stjórnendur heilbrigðisstofnana spenntir fyrir sleðann eins og hundar og síðan slakað og hert. Og ráðherrann lætur smella í svipunni.
Það væri margt hægt að laga með einföldum aðgerðum svo sem þeirri að fjármagnið fylgdi verkefnunum t.d. þessari konu, sem frá er sagt í fréttinni. Það þarf að stýra fénu þannig að það falli með þeim annars vegar, sem eiga að njóta þjónustunnar og hins vegar þeim, sem hana eiga að veita. Verkfærið er vel þekkt og hefur verið þróað með miklum áhuga allra en opinberir aðilar missa kjarkinn, þegar til á að taka.
Enda þýðir virkjun þessa verkfæris, að fé verður flutt frá einum til annars t.d. frá Landspítala til landsbyggðarinnar.
Sjúkrahúsið átti ekki fyrir lyfjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)