Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013
27.8.2013 | 21:43
Íslenskur draugagangur á Indlandi
"Ghosh segir að margt hafi verið að í efnahagslífi Indlands og sjá hafi mátt þessa þróun fyrir. Hagvöxtur á Indlandi hafi verið drifinn áfram af eftirspurn sem hafi byggst á lántökum. Fjárfestingar hafi í of miklum mæli byggst á skammtímagróða. Mikið hafi verið fjárfest í byggingariðnaði en minna í útflutningsgreinum."
"Ghosh segir að það sem gerst hafi á Indlandi á síðustu árum sé velþekkt. Fjárfestar uppgötvi land með ný tækifæri og í kjölfarið streymi fjármagn til landsins. Það stuðlar að vexti í landinu og ýtir undir hækkun á raungengi. Hækkun gengis dregur hvatann úr útflutningsgreinum og innflutningur eykst. Innlendir fjárfestar leita því leiða til að ávaxta fé sitt með því að setja það í fasteignir og nýbyggingar frekar en að fjárfesta í útflutningsfyrirtækjum. Allt leiðir þetta til eignabólu á fasteignamarkaði og hlutabréfamarkaði. Samhliða þessu eykst viðskiptahallinn, en enginn hefur áhyggjur af því meðan peningarnir halda áfram að streyma til landsins.
Ghosh segir að bólan springi hins vegar á endanum. Það geti verið ýmislegt sem verði til þess að hún springi, en afleiðingarnar bitni fyrst og fremst á launafólki, sem ekki hafi hagnast á uppsveiflunni. Þegar kreppan skellur á verði launafólk fyrir samdrætti í tekjum og atvinnuleysi aukist."
Nú verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvort efnahagsstjórnin á Indlandi verður jafn afskiptalaus um ástandið og raunin varð hér. Lausnir núv. ríkisstjórnar eru keimlíkar. Auka innlenda eftirspurn og hagvöxt með aukinni skuldsetningu ríkissjóðs og þrýstingi á gengið.
![]() |
Óttast hrun á Indlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2013 | 21:54
Hvað gerðu þeir, sem við viljum bera okkur saman við
Fyrir um tuttugu árum eða rúmlega það varð húsnæðisbóla og bankakreppa í Noregi svipuð þeirri, sem hér varð. Um fjórðungur heimila þar í landi voru í skuldavanda vegna þeirrar kreppu. Í olíuríkinu var ekki gripið til neinna sértækra aðgerða til að leysa þeirra vanda; nákvæmlega ekkert var gert. Þar urðu menn að krafla sig sjálfir út úr því, sem þeir höfðu komið sér í. Það þótti heilbrigðasta niðurstaðan fyrir samfélagið.
Hér á landi hafa þegar verið færðir fjármunir á milli kynslóða til þeirra, sem verst standa. Það er farið fram á meira og því hefur verið lofað, sem ekki er hægt að efna. Kannski hafa frændur okkar verið of staðir fyrir okkar smekk og við hrakist hingað af þeim ástæðum
![]() |
AGS leggst gegn skuldaniðurfellingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2013 | 09:54
Ég get tekið undir með þessum unga lækni
sem skrifar á Snjáldru í tilefni greinar Sigurðar Guðmundssonar og Einars Stefánssonar í Morgunblaðinu í gær:
"