Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014
26.5.2014 | 17:05
Ályktun aðalfundar Læknafélags Íslands, 2005, um öryggi sjúklinga við veitingu heilbrigðisþjónustu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2014 | 13:33
Hver er árangurinn af sameiningu heilbrigðisstofnana?
Nú, þegar Norðlendingar standa frammi fyrir áætlunum um sameiningu heilbrigðisstofnana þar, er rétt að staldra við og leggja mat á árangurinn af þeim sameiningum, sem þegar hafa átt sér stað.
Kanna þarf, hvaða áhrif sameiningar á Vesturlandi og Austurlandi og jafnvel Suðurlandi hafa haft á heilbrigðisþjónustu í jaðarbyggðum þessara landsvæða.
Hefur sameining og aukin miðstýring styrkt heilbrigðisþjónustuna á Djúpavogi, Kirkjubæjarklaustri og í Búðardal svo dæmi séu tekin?
Þingeyingum hefur vegnað vel í þessum efnum miðað við aðstæður og sjálfsagt að stjórnvaldsaðgerðir, sem ætlaðar eru til framfara, valdi ekki afturför.
Leggjast gegn sameiningu heilbrigðisstofnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2014 | 12:14
Læknar tóku upp umræðu um öryggi sjúklinga fyrir áratug
Læknafélag Íslands stóð fyrir umræðu, sem hófst á aðalfundi félagsins á Hólum 2003, þar sem vakin var athygli á öðrum kúltúr en þessum í þágu sjúklinga. Formaður danska læknafélagsins, svæfingalæknir að starfi, kom og talaði um nauðsyn annarrar sýnar en þessarar og réttarbætur, sem orðið höfðu í Danmörku. Markmiðið var aukið öryggi sjúklinga með örvandi umhverfi fyrir tilkynningar og rannsóknir á óhöppum við veitingu heilbrigðisþjónustu.
Aðalfundur LÍ nokkru síðar samþykkti áskörun á löggjafann og heilbrigðisyfirvöld um að breyta regluverkinu hér á landi í þágu þessa málefnis. Heilbrigðisráðuneytið bað um umþóttunartíma, þar sem það hafði í hyggju að láta athuga tíðni atvika hér á landi til samanburðar við skráningu í öðrum löndum. Landlæknir átti að vinnu verkið. Fyrir nokkrum árum var grennslast fyrir um þetta og kom þá í ljós, að landlæknir taldi sig ekki hafa neina peninga í það verk, sem honum var falið og því hafði ekkert verið gert. Álfheiður, þáverandi ráðherra, brást ókvæða við og sagði landlækni hafa tugi milljóna ónotaðar til að ráðstafa í þetta og þar með lognaðist málið út af að nýju.
Við búum því enn við frumstæð sjónarmið og frumstætt kerfi, þar sem refsigleði virðist ætla að vinna gegn öryggi sjúklinga í stað endurbóta, sem eru eilífðarverkefni.
Siðferðilegt glapræði ríkissaksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2014 | 22:49
Siðferðisvandi í einni svipan
Hræðsla við þátttöku í rannsóknum hefur verið nefnd, sem ástæða þeirra, sem amast nú við síðasta átaki Íslenskrar erfðagreiningar til söfnunar lífsýna.
Það er ekki rétt. Sá siðferðisvandi, sem nú er til staðar, er alveg sjálfstætt úrlausnarefni.
Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar á erfðaefni Íslendinga m.t.t. ferðalags sjúkdómanna um kynslóðirnar eru merkilegar. Þetta eru grunnvísindi og við slíka vinnu er jafnan óljóst hvaða gagnsemi hlýst af niðurstöðunum. Alið hefur verið á miklum væntingum varðandi afurðir ÍE og umdeilt hefur verið svo ekki sé meira sagt, hvernig þeirra er aflað.
Ef einhver óumdeild starfsemi finnst á Íslandi, þá er það starf fólksins í Landsbjörgu. Með þessu bragði ÍE er það fólk og landsmenn allir, sem dást að starfi þess, en vilja ekki af e-m ástæðum taka þátt í rannsóknum ÍE, sett í ómögulega stöðu. Almenningur er settur í þann siðferðisvanda, að þurfa að taka afstöðu til Landsbjargar og ÍE í senn. Annaðs vegar vinsælasta og óumdeildasta aðila í landinu og hins vegar umdeilds vísindafyrirtækis, sem starfar í markaðsumhverfi.
Það er þessi staða, sem er ámælisverð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.5.2014 | 21:28
Gefum þeim 2000 krónur
Ég er svolítið kvíðinn. Ég kvíði því að verða sakbitinn þegar ég neita Landsbjargarfólkinu um lífsýni úr mér. Landsbjargarfólkið er nefnilega það fólk, sem er í mestu uppáhaldi hjá mér. Fólkið okkar, "herinn" okkar með jákvæðu formerki. Bara miklu betri en allur her, þar sem það leggur fram krafta sína sjálfviljugt af áhuga og af ósérhlífni. Oft takandi verulega áhættu og unandi við ástvini heima í algerri óvissu.
Ég er undir pressu um að neita því ekki um lífsýni úr mér til þess að það geti betur þjónað þessu áhugamáli sínu í mína þágu.
Ég ætla að leysa málið með því að gefa þeim 2000 krónur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)