Bloggfærslur mánaðarins, október 2015
20.10.2015 | 14:07
Lífeyrissjóðirnir eignist Íslandsbanka
Nú kemur hugsanlega tækifærið, sem margir hafa beðið eftir þ.e. að lífyrissjóðirnir eigi kost á því að eignast banka, sem eitthvað kveður að.
Aðkoma lífeyrissjóðanna, sem móta myndu heilbrigða eigendastefnu fyrir rekstur viðskiptabanka fyrir almenning, gæti orðið til sannkallaðrar heilsubótar í efnhagslífi okkar. Lífeyrissjóðirnir hafa hag af því að fjárfestingar þeirra séu öruggar og geta sætt sig við lægri ávöxtunarkröfu en ýmsir aðrir, ef takmark um stöðugleika næst. Sú afstaða kjölfestufjárfestis í bankarekstri myndi móta bankann sem þjónustustofnun. Neytendasjónarmið gætu orðið ofan á í rekstri hans.
Annar mikilvægur ávinningur af þessari fjárfestingu yrði sá, að með henni drægi stórlega úr fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna erlendis um nokkur ár. Þá myndi draga úr þrýstingi af völdum snjóhengjunnar svokölluðu og verðbólguáhrifum eftirspurnar á innlendum verðbréfamarkaði.
Mjög jákvætt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)