Bloggfærslur mánaðarins, október 2016
30.10.2016 | 23:10
Góð næring er mikilvæg á ferðalögum
Mér er það minnisstætt er kollegi minn, reyndur læknir, lýsti því fyrir mér, hvernig hann örmagnaðist á rjúpnaveiðum. Sem betur fer þurfti ekki að kalla til björgunarsveit en hann var að eigin mati kominn í meiri háttar vandræði.
Hann taldi sjálfur líklegustu skýringuna að hann var illa nærður og hafði ekki viðunandi nesti meðferðis. Við þessar aðstæður geta efnaskiptin í líkamanum gírað sig yfir í mjög óhagstæða orkuvinnslu og líkaminn súrnað á skömmum tíma.Það truflar bæði öndun og starfsemi nýrnanna.
Menn eiga aldrei að fara á fjöll illa á sig komnir eða nestislausir. Það getur leitt til ófarnaðar.
Örmagnaðist á rjúpu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2016 | 22:56
Viðreisn er nýtt afl með heilbrigða sýn til verkefnanna
Staðan er augljós. Ný ríkisstjórn verður ekki til nema með þátttöku Viðreisnar. Ekkert kemur í veg fyrir það nema ríkisstjórnarmynstur, sem aldrei hefur verið áður á borðum landsmanna. Úr þessu er besti kostur kjósenda að stuðla að sterkri stöðu Viðreisnar í stjórnarmyndunarviðræðum með myndarlegan þingflokk.
Ný könnun sýnir Viðreisn í lykilstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2016 | 10:09