Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Vegurinn um þjóðgarðinn tímaskekkja

Þeir, sem farið hafa um erlenda þjóðgarða vita, að reynt er að takmarka umferð um þá eins og kostur er. Minnisstætt er að hafa farið gangandi um þjóðgarð á Spáni, þar sem annað hvort var alfarið bannað að aka eða séð fyrir sérstökum bílum til að að flytja ferðamenn að upphafi gönguleiða.

Þjóðvegurinn þvert í gegnum Þingvallaþjóðgarð er tímaskekkja. Á göngu um garðinn má nánast alls staðar heyra mikinn umfewrðargný, sem spillir algerlega þeim náttúruuundrum og rústum um mannabyggð, sem þjóðgarðurinn leggur göngumönnum til. 

Tímabært er að leggja þjóðveginn norðan við hraunið fremur en að bæta hið gamla vegarstæði frá þjóðhátíðinni 1974. 


mbl.is Vilja hraðamyndavélar á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær eignast ég tryggingafélag?

spurði vinur minn á Snjáldru. Er nema von að maðurinn spyrji?

Við þurfum að hugsa meira í samvinnulausnum að nýju. Það er söguleg staðreynd að samvinnuverslunin bjargaði Íslendingum undan verslunaránauðinni í lok 19. aldar. Síðan varð samvinnuhugsjónin fornarlamb pólitískra átaka, spyrt við Framsóknarflokkinn og bændur en ekki síst vegna forréttinda sem pólitkusar færðu henni með lögum eða á annan hátt. Af þeim óx spilling sem varð ekki upprætt fyrr en með verðtryggingunni.

Ég held að það sé komi tími til að þetta tæki verði notað til að losa okkur að nýju undan auðvaldinu eins og á 19. öld. Markaðurinn ræður ekki við að hefta hið illa í þessum öflum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband