Bloggfærslur mánaðarins, september 2018

Aftur þarf að smala köttunum í VG

Það þarf mikið ímyndunarafl til að túlka grein Áslaugar Örnu, Brynjars N. og Jóns G. í Morgunblaðinu í gær sem heiftarlega árás þingmannanna á heilbrigðisráðherrann. En Rósa Björk vílar það ekki fyrir sér enda verið sjálf í stjórnarandstöðu frá upphafi vega.

"„Og þar með er um að ræða mjög grimma stjórnarandstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokksins út í heilbrigðisráðherra og stefnu hennar í heilbrigðismálum. Og þetta er einmitt eitt af því sem ég óttaðist þegar ég gagnrýndi þetta stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn að Sjálfstæðisflokkurinn yrði aldrei tilbúinn í þær kerfisbreytingar sem hefur verið kallað eftir hér í íslensku samfélagi á árunum eftir hrun. Og mér finnst þessi grein sem birtist í gær í Morgunblaðinu, þar sem þrír þingmenn skrifa undir á höfuðborgarsvæðinu, mér finnst þetta ekki vera gagnrýni, mér finnst þetta vera árás, árás á heilbrigðisráðherra. Og orðin, sem þar eru notuð, eru ekkert verið að tala undir rós eins og kannski Óli Björn hefur verið að gera í sínum greinum heldur er þarna um að ræða orðalag sem ekki er hægt að túlka öðru vísi en beina árás á heilbrigðisráðherra."

Það á semsagt að kona illu af stað hvað sem það kostar. Þessi ríkisstjórn er varla á annan vetur setjandi.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband