6.10.2009 | 20:35
Fellur VG á prófinu?
Það er raunalegt að fylgjast með Steingrími J. þessa dagana. Ótrauður berst hann heima og heiman fyrir hagfelldri niðurstöðu í fjármálaóreiðu þjóðarinnar og reynir að forða slysalegri brotlendingu hennar. Jafnframt berst hann fyrir lífi ríkisstjórnarinnar, sem hangir á bláþræði vegna yfirvofandi hjaðningavíga í þingflokki VG. Yfirvarpið er Icesave en hin raunverulega ástæða virðist djúpstæðari og ágreiningur komið fram í öðrum málum fyrr í sumar. Þetta er afleit staða, þar sem þjóðin hefur ekki annan fugl í hendi en þessa ríkisstjórn, þó tveir þykist í skógi. Maður spyr sig hvað veldur.
Ræður afbrýði för?
Er Ögmundur verkalýðsforingi feginn að vera laus við það hlutskipti að standa fyrir uppsögnum hundruða ríkisstarfsmanna í heilbrigðisþjónustunni?
Hafa menn fallið fyrir þeirri freistingu að láta að vilja almannaálitsins fyrir stundarvinsældir?
Eru hugsjónamenn eins og Ögmundur óstjórntækir, þar sem þeim er ekki gefið að víkja minni hagsmunum, sem styðjast við prinsríp, fyrir meiri? Berjast heldur um hvern lófastóran blett á vígvelli stjórnmálanna?
Sjónarandstaðan rekur klassíska stjórnarandstöðu við algerlega óklassískar aðstæður. Hún er tilbúin til að leggja þjóðina undir til að ná markmiðum sínum. Á meðan foringi annars stjórnarflokksins fer utan og er fjarri vopnum sínum leggja þingmenn hans á ráðin um uppreisn í flokki hans.
Er nokkur furða þó hér sé á skerinu hnípin þjóð í vanda?
Eða verður það sagt um Steingrím og þessa tíma þegar frá líður svo vitnað sé í Churchill: "That was his finest hour."
![]() |
Hefur trú á að stjórnin lifi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.10.2009 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.10.2009 | 09:25
Nýta ber kreppuna eftir kostum
Eitt og annað í íslensku þjóðlífi hefur snúið til góðs við hrunið. Þjóðin hefur staldrað við og endurmetið margvíslega hluti og lagt ósiði til hliðar, sem hún var búin að temja sér. Kreppuna, sem fylgir hruninu, má og á að nota til svipaðra hluta.
Kreppan gefur tilefni til að endurskipuleggja þætti, sem áður var ómögulegt að taka á vegna kerfislægrar andstöðu. Allir sparnaðartilburðir fyrri tíma hafa því byggst á flötum niðurskurði enda auðveld leið til að sýna fram á, að jafnræðis sé gætt við þær ákvarðanir. Þessi aðferð hefur hins vegar haft í för með sér sleifarlag gagnrýnislausrar hugsunar í einstökum ríkisstofnunum og flata kostnaðaraukningu í kerfinu, þegar betur áraði.
Því er sjálfsagt að taka undir viðvörunarorð Huldu Gunnlaugsdóttur, þegar hún varar við flötum niðurskurði á Landspítala. Kreppan veitir tækifæri til að styrkja heilbrigðan sjúkrahúsrekstur ríkisins með sértækum og vel skilgreindum niðurskurði.
![]() |
Flatur niðurskurður hættulegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2009 | 23:28
Árstíðaferð um innri mann
og Sæfarinn sofandi eru ljóðabækur, sem komu út hjá Iðunni 1992. Þá var kreppa í íslensku efnahagslífi. Samt sáu menn ástæðu til að fjárfesta í menningu og skáldskap eða með öðrum orðum áhættu.
Þessar bækur liggja á náttborðinu mínu. Hugsið ykkur Matthías og Þorstein frá Hamri hvorn ofan á öðrum. Manni detta í hug Ástir samlyndra hjóna. Ekki fjarri lagi. Ástir ólíkra einstaklinga takast oft betur en líkra. Ástir líkra enda stundum með stöðutöku og kúgun. Á slíkt reynir ekki í samdrykkju Matthíasar og Þorsteins. Þar er jafnræði afar ólíkra einstaklinga. Annar flæðandi og extrovert, hínn naumur og introvert.
Þó er þetta ekki alls kostar rétt. Stundum er Þorsteinn barnslegur og Matthías eins og gestaþraut.
En ilmurinn af skáldskapnum fylgir þeim báðum.
Hvernig varð ljóðlistin til, myndlistin, tónlistin? Við hvaða aðstæður fullnægðu hljóð hversdagslegra úrlausna ekki manninum lengur? Var etv. ekkert sérstakt upphaf? Var hugsunin alltaf samsíða sjálfri sér? Þessu er erfitt að svara. Enda kannski engin sérstök ástæða til þess. Ekki ef við njótum ljóðanna hér og nú.
Með Matthías og Þorstein á náttborðinu? Eða í fanginu?
Þorsteinn er alltaf að. Hann vaknar til ljóðsins hvern morgun, vinnusamur og leggur frá sér smíðisgripinn þegar hallar degi. Og svo sjáum við nýja afurð hvert ár. Trúfastur meitlar hann unað í orð.
Matthías er ástríðuskáld. Goshver. Í Árstíðaferð um innri mann er síbylja, fróun ástarinnar, sem er í fóstbræðralagi við endurtekninguna. Sú endurtekning framkallar sefjun fullnægingarinnar. Hugurinn flæðir inn á sléttlendi átakalausra hughrifa eftir engan sérstakan forleik.
Er eitthvað ljós í svartnætti þessarar kreppu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2009 | 21:40
Samstæður
Á bak við myrkur
lokaðra augna
lifir hún,
hrakin og bernsk.
Sjálfsmynd er dregin
í myndlausri skuggsjá
orðvana hugsana.
Vefur voðfelldrar kúgunar
er strengdur
í fágaða hefð.
Á bálk er bundið
vængstíft hrak.
Á bak við myrkur
lokaðra augna
er lifandi sál.
Á bak við lognmjúkt myrkur
lokaðra augna
ert þú.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.8.2009 | 10:41
Samkomubann ekki sjálfsagt
Fólki með influensulík einkenni fjölgar. Langtum fleiri hafa veikst með svipuðum einkennum án þess að tekin hafi verið öndunarfærasýni eða svínaflensa fundist í þeim, sem fengin hafa verið sýni frá. Það er ljóst að aðrar veirur, sem valda svipuðum einkennum og N1H1, eru á ferð í samfélaginu og að N1H1 veiran sú sem kennd er við svín veldur ekki alvarlegri sjúkdómi en hín hefðbundna flensa, sem heimsækir okkur nánast árlega.
Ég lít svo á, að engin rök mæli með þvingunaraðgerðum af hálfu stjórnvalda að svo stöddu og að halda beri öllum kostnaðarsömum aðgerðum til kortlagningar og til að hefta útbreiðslu flensunnar í algeru lágmarki.
![]() |
Enn fleiri svínaflensutilfelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2009 | 11:50
Arfurinn
Á spunaþræði
í hörpu örlaganna
hangir fjaðraður sendiboði
válegra tídinda.
Töfrar söngs
og værð í æðum
í skugga óvæntra erinda,
unaður og lausn...
...um boga himins,
þangað sem laufið féll
á saklaust hold.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.8.2009 | 22:40
Þar skriplaði á skötu
![]() |
Ólafur Ragnar slasaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2009 | 10:16
Enn gengur Agnes erinda útgerðarmanna og eigenda Mbl.
![]() |
Staða Þorgerðar Katrínar veikist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 14:47
Raunsæið af skornum skammti hjá stjórnarandstöðunni
Forusta VG hefur sýnt verulega þrautseigju og úthald í gífurlega erfiðu máli og tekið þá lýðræðislegu afstöðu, að þjóðin fái tækifæri til að taka afstöðu til ESB þegar efnisatriði samnings liggja fyrir. Baráttan um ESB-aðild verður þá vonandi málefnaleg en ekki byggð á hindranaleik eins og amrískur fótbolti.
Staða Sjálfstæðisflokksins verður sorglegri með hverjum deginum og tímabært að hugsa sér til hreyfings.
![]() |
Samþykkt að senda inn umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2009 | 14:05
Varðar árina og ræðarann
![]() |
Ósátt við skipulag hlaupsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)