Stillur

Í bliknuðum augum

er líf þitt falið.

Hljóð ertu,

botnfrosið vatn

á fjöllum.

Við klökuga bakka bærist

sölnað sef.

Veikum vængjum

slærðu hörpu þagnar

við mánans stef.

 

Og hugsun mín

er tilbrigði

við hugsun þína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Fallegt.

Eiður Svanberg Guðnason, 23.1.2010 kl. 00:15

2 identicon

Þegar skuggar gerast ágengir á þili
þá er það unaður að fá slíkan texta í hendur
og njóta stillunnar.

Vandað, fágað, dulúðugt
Bestu þökk fyrir það allt

Húsari. (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 04:34

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Góð og skýr innri ljóðmynd. Ég hef þó athugsemdir við smáatriði einsog "botnfrosið vatn" veit ekki afhverju það stoppar í hausnum á mér. Það er tregi eða klökkvi sem ég finn í þessu en mér líkar ágætlega að menn stilli saman innri tilfinningar og ytri myndir úr umhverfinu. - Síðasta stefið hugsun mín.... er kannski ofaukið í þessari mynd, gæti mín vegna staðið eitt og sér.

Gísli Ingvarsson, 23.1.2010 kl. 14:26

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Á afmælisdegi föður hittir þetta ljóð beint í mark. Bestu þakkir.

Hólmfríður Pétursdóttir, 23.1.2010 kl. 16:03

5 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Búin að lesa ljóðið þitt nokkrum sinnum og þakka fyrir.  Fallegt.

Auður Matthíasdóttir, 23.1.2010 kl. 22:27

6 identicon

Ekki að huga að útgáfu fyrr en þú ert sjálfur sáttur.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 16:57

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Er þetta ekki ágætt svona. Þeir njóta sem vilja. Þurfa ekki einu sinni að kaupa Mogga til þess hvað þá heila ljóðabók.

Sigurbjörn Sveinsson, 2.2.2010 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband