10.2.2010 | 10:58
Tóku upp greiđslukort ríkisins
Fyrir stuttu varđ mikill hávađi vegna ţess ađ einn af forsvarsmönnum KSÍ hafđi tekiđ upp greiđslukort samtakanna suđur í Sviss og notađ ţađ til ađ greiđa fyrir vín og fagrar meyjar handa sér og gestum sínum auk ţess ađ missa kortiđ í hendur misráđvandra vandalausra.
Nú hefur ţađ veriđ endanlega stađfest af Sólon Sigurđssyni fyrrum bankastjóra í viđtali viđ Fréttastofu Ríkisútvarpsins í gćrkvöldi ađ svipađri ađferđ var beitt viđ einkavćđingu bćđi Landsbankans og Búnađarbankans. Ríkishirslurnar voru opnađar og greitt fyrir okkar eignir međ okkar eigin fé. Lánallínurnar lágu bara í kross ţannig ađ dćmiđ liti betur út.
Enn á ný berast böndin ađ kjörnum fulltrúum ţjóđarinnar, sem ţá fóru međ völd. Einkavćđing ríkisbankanna var eins misheppnuđ og hugsast gat og höfuđorsök ţeirra skemmdarverka, sem framin voru á hinu frjálsa og opna ţjóđfélagi á síđustu árum.
Ţann skađa mun ganga seint og illa ađ bćta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.