24.3.2010 | 13:03
Hvernig hefur álagning olíufélaganna þróast í krónum?
Einlægt er klifað á því að álagning olíufélaganna hafi ekki breyst hlutfallslega síðasta árið. Það segir mér ekki annað en að tekjur olíufélaganna hafi aukist umfram almenna verðþróun hér á landi. Innkaupsverð hefur hækkað til samræmis við fall krónunnar og skattar á eldsneyti til samræmis við aukna tekjuþörf ríkisins.
Það kemur á óvart ef tekjuþáttur olíufélaganna í hverjum lítra hefur þróast á sama hátt. Það væri spennandi að fá frá þeim upplýsingar um það.
Eldsneytisverð með því lægsta sem gerist í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Athugasemdir
N1 var að sýna viðsnúning upp á einhverjar 1400 milljónir milli ára, erfitt að sjá hvernig þeir hafa náð því með hagræðingu!
karl (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 13:36
Hlutur olífélaganna er aðeins brot af því sem fer í vasa ríkisins. Þar liggur mun meira svigrúm til lækkanna. Stærsti hluti af þeim hækkunum á eldsneytisverði sem hafa orðið á síðustu mánuðum liggur í aukinni skattlagnungu.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 13:44
Ég átta mig á þessu Stefán. Þetta er það sem olíufélögin nota sífellt til að dreifa athygli okkar. Þau eins og við þurfa að sjá sér farborða með fulltingi krónunnar. Spurningin er hvernig krónunum hefur fjölgað síðasta árið, sem falla til þeirra af hverjum eldsneytislítra.
Sigurbjörn Sveinsson, 24.3.2010 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.