Á að ganga frá landlækni eftir 250 ár?

Þegar ný lög um landlækni voru í undirbúningi fyrir nokkrum árum fór það ekki á milli mála, að formaður Félags íslenska hjúkrunarfræðinga var áhugasamur um að hjúkrunarfræðingar gætu orðið landlæknar. Þetta sjónarmið hlaut hvorki undirtektir hjá frumvarpssmiðum né löggjafanum.

Nú hafa hjúkrunarfræðingar vakið máls á þessari hugmynd að nýju og sett hana fram í vafningi um heilsufar þjóðarinnar almennt. Það dylst engum hvert markmiðið er með niðurlagi ályktunarinnar, sem birt er með þessari frétt.

Þeim ráðum hefur verið beitt, að hjúkrunarfræðingur úr heilbrigðisráðuneytinu hefur verið sendur til að leysa forstjóra Lýðheilsustofnunar af í barnsburðarleyfi en jafnframt falið að fara fyrir starfshópi um sameiningu Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar.

Nú  er ekki annað eftir en að sjá, hvort óskir hjúkrunarfræðinga verði ekki uppfylltar undir stjórn þessa kollega þeirra.


mbl.is Vilja að yfirmaður beri starfsheitið forstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Sigurbjörn - Úr hvaða heilbrigðisstétt er forstjóri Lýðheilsustofnunar - ég geri ráð fyrir að sá forstjóri hafi slíka menntun.

Benedikta E, 1.6.2010 kl. 14:49

2 identicon

Ég álít að það sé grundvallar atriði að þeir sem séu ráðnir til starfa innan stjórnkerfis ríkisins séu vel menntaðir í kenningum Marx og Leníns. Aðeins ef þeir hafa skilning á mikilvægi marxismans geta þeir komið góðu til leiðar fyrir alþýðu þessa lands.
Söguskoðun Marx leiðir óhjákvæmilega til þeirrar niðurstöðu að nú er rétti tíminn. Stefna og kenningar Karls Marx og Lenín eiga vel við á Íslandi í dag.
Aðeins með stofnun á alvöru sósíalisku samfélagi verður alþýðu þessa lands tryggt frelsi, réttlæti og velsæld.
Fram til baráttu félagar!

Pétur Tyrfingsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 16:09

3 identicon

Er það eitthvað náttúrulögmál að það þurfi lækni til að gegna öllum stjórnunarstörfum innan heilbrigðiskerfisins?  Ég get ekki séð neina sérstaka ástæðu til þess.

Ægir Örn Sveinsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 17:11

4 identicon

Athyglisvert en vonandi ekki veruleiki þegar upp verður staðið. Hvað stöðu hafa hjúkrunarfræðingar innann heilsugæslunnar eru þeir að yfirtaka störf lækna á okurverði?

Að fá mælingu á blóðþrýstingi á heislugæstöð þá þarf að panta hjá hjúkrunarfræðingi er kostar kr. 800 sama og að fara til læknis og fæ þá að auki sjúkdómsgreiningu og lyfseðil.

Lyfjafræðingur á apóteki tekur kr 200

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 09:56

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Við yfirlæknar (les: f.v. Yfirlæknar) erum í bráðri útrýmingarhættu.

Júlíus Valsson, 2.6.2010 kl. 11:58

6 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Skelfing eru þetta einkennileg viðbrögð sem þú færð.
Eru menn hér allir orðnir vitlausir og fara þeir allir öllu
heimskari frá einum degi til annars!

Við eigum og höfum átt frumkvöðla á borð við
Vilmund Jónsson og Ólaf Ólafsson og og
það er bráðnauðsynlegt að engu sé tilslakað
í kröfum um þetta embætti og það ætíð
skipað viðurkenndum hæfileikamönnum og
frumkvöðlum.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 17:39

7 Smámynd: Kama Sutra

Ég hef grun um að einkennilega athugasemdin hérna fyrir ofan frá "Pétri Tyrfingssyni" (1/6, kl. 16:09) sé fölsuð.

Sjá nánar hér.

Kama Sutra, 6.6.2010 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband