5.8.2010 | 20:12
Lúpínan hefur víða orðið til góðs
Nokkrar kynslóðir Íslendinga verða að sætta sig við breytta ásýnd lands og lúpínuna. Þó ekki margar. Skógargróður tekur við af lúpínunni og það á alveg sjálfbæran hátt. Lúpínan myndar jarðveg og bindur hann um leið. Lyngbobbinn, þar sem völ er á honum, hraðar svo umsetningunni umtalsvert, þar sem hann étur bæði nýju lúpínuna og á vorin þá gömlu frá fyrra ári.
Lúpínan er fórnarkostnaðurinn til að halda jarðvegi og ryðja brautina fyrir uppgræðslu landsins. Lyngið og margvíslegar blómplöntur aðrar í vistkerfi þess eiga heima til fjalla en eru alltof veikburða til að varðveita landgæði okkar í byggð, hvað þá að bæta þau.
Óttast að lúpínan taki völdin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Facebook
Athugasemdir
Datt þetta í hug um daginn á Mýrdalssandi blágrænum og fögrum:
Þótt kveði menn þann kalda dóm
hún klæði land í tötra
er lúpínan samt laglegt blóm
sem leggur sand í fjötra.
Gunnar S (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 21:48
Vel orkt - eins og við mátti búast.
Sigurbjörn Sveinsson, 5.8.2010 kl. 22:31
Og ég verð nú að segja ( ég hef þó nein töluleg gögn til byggja á ) að mér hefur virst að lúpínan ryðji ekkei ú burt öðrum gróðri, heldur víki frekar undan þegar svo ber undir, en breiði úr sér í land sem annars er örfoka, og á endanum nái einnig annar gróður fötfestu í því landi fyrir tilverknað lúpínunnar.
En ef mér skjátlast þá er til einföld leið að grisja lúpínuna, ef eitthvað er að marka sögu sem mér var sögð um einhvern landvörð í Skálafelli, þegar þar þurfti að grisja, hann opnaði eða fjarlægði enfaldlega fjárgirðingu sem átti að halda sauðfé úr viðeigandi spildu, og viti menn lúpínan hvarf eins og dögg fyrir sólu á einu sumri, síðan var girðingin reist aftur, of það ku hvorki hafa sést sauðfé né lúpína í þjóðgarðsladinu síðan. En ég sel þetta svo sem ekki dýrara en ég fekk það á.
Annars er ekki bara þessum lúpínuandstæðingum illa við bláa litinn, kannski bara allir einhvers konar laumukommar sem halda að allt sem er blátt hafi með sjálfstæðisflokkinn eða eittitthvað svoleiðis að gera
Bjössi (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 06:45
Ég er sammála.
Reyndar finnst mér Lúpínan bara nokkuð snotur.
...og Bjössi, það eru til bleikar Lúpínur líka
fyrir þá vistrisinnuðu
Marta B Helgadóttir, 6.8.2010 kl. 14:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.