7.12.2010 | 14:12
Lánsamir stjórnmálamenn
sem nú eru að leiða til lykta þetta vandræðabarn útrásarinnar. Við verðum að ná sátt við grannþjóðir og helstu viðskiptamenn. Einangrunarstefna er eyðandi, þegar smáþjóð á í hlut. Ofsinn, sem birtist í margvíslegu bloggi um þetta mál er í takt við gorgeirinn, sem varð okkur að falli.
Nú verður forvitnilegt að fylgjast með Bjarna Ben. og Sigmundi og klappstýrunni Ólafi Ragnari.
Icesave-samningur í dag? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Facebook
Athugasemdir
Samningur er vonandi gott skref í stöðunni. En íslendingar eru samt á skjön við aðrar þjóðir. Þjófnaðurinn heldur áfram í skjóli stjórnvalda meðan vísitalan er ekki tekin strax úr sambandi og verðtryggingin afnumin. Á meðan erum við ekki siðmenntuð þjóð á meðal þjóða. Stjórnvöld hafa boðað hækkaða skatta og gjöld. ÞETTA FER BEINT INN Í VÍSITÖLUNA OG HÆKKAR LÁNIN! Þó að hækka þyrfti vexti e-ð á móti væri það mun skárra. Þá væri þessi víxlverkun rofin og hægt væri að gera RAUNHÆFAR áætlanir fram í tímann. Gjaldmiðilinn má auðveldlega tengja við aðrar myntir. Þetta hafa mikils metnir hagfræðingar staðfest. Púkann á fjósbitanum verður að kveða niður STRAX!. Það sem vantar er vilji. Vilji ræningjanna og vitorðsmanna þeirra. Á MEÐAN ER ALMÚGINN MERGSOGINN OG LANDFLÓTTA!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.