Hvort er mikilvægara að hjóla í Icesave eða Steingrím J.

Hvað sem öðru líður þá tel ég það skynsamlega pólitíska forgangsröðun að ljúka þessu Icesavemáli fyrst og hjóla síðan í Steingrím fyrir meint afglöp, ef menn telja það réttmætt. Menn eru greinilega partískir í þessu og falla fyrir þeirri freistingu, þó þjóðin þarfnist annars.

 

Sjálfsréttlætingarpistlarnir úr Hádegismóum svo sem Reykjavíkurbréf dagsins eru svo annar vandi. Forvitnilegt verður að sjá hvernig forusta Sjálfstæðisflokksins bregst við fullyrðingunni um, að allt annað en höfnun nýja samkomulagsins verði svik við síðasta landsfund.  

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið forustuafl í utanríkismálum Íslands og dregið aðrar stjórnmálastefnur til lags við sig í friðsamlegum samskiptum við nágrannaþjóðirnar. Nú kveður hins vegar við annan tón og virðist einangrunarhyggja ráða æ meiru um afstöðu til pólitískra og viðskiptalegra samskipta við önnur lönd. Sú stefna mun aldrei gera annað en þjóna pólitískum stundarhagsmunum ráðandi afla í flokknum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Fyrst þarf að koma eigendum og stjórnendum gamla Landsbankans á bak við lás og slá. Síðan má athuga með greiðsluna á Icesave. Mér er skítsama um Steingrím. Hann er hvorki betri né verri en aðrir stjórnmálamenn.  En forgangsröðin er klár: Inn með þrjótanna.

Sigurður I B Guðmundsson, 12.12.2010 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband