12.1.2011 | 16:36
Skálanes hefur alið börn náttúrunnar
Lengst af á síðustu öld fór fyrir búi á Skálanesi Jón Einar Jónsson, bóndi, ásamt konu sinni Ingibjörgu, sem ættuð var frá Bíldudal. Þar ólu þau upp stóran barnahóp í litla húsinu við veginn. Tvö herbergi og eldhús. Þau hjónin voru gestrisin úr hófi og höfðingjar heim að sækja. Jón Einar var Breiðfirðingur, sem sleit barnsskónum m.a. í Breiðafjarðareyjum. Það var hann sem sagði mér, að Passíusálmarnir hefðu bjargað þjóðinni frá nýguðfræðinni. Hann var fæddur aldamótaárið 1900.
Jón stýrði um árabil verslun í Skálanesi fyrir Kaupfélag Króksfjarðar. Þjónustulundin var einstök og aldrei spurt um opnunartíma. Og klubban var á vísum stað handan við veginn ef berja þurfti harðfisk. Harðfiskurinn var einstakt sætmeti á Skálanesi.
Frægur vegur hverfur á brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.1.2011 kl. 15:35 | Facebook
Athugasemdir
Mjög skemmtileg og áhugaverð lesning.
Sigurður Þorsteinsson, 12.1.2011 kl. 19:09
Hér má sjá 2 loftmyndir sem að ég tók af Skálanesi 2004 og 2007.
http://www.photo.is/123/pages/kps0604%20527.html
http://www.photo.is/07/07/4/pages/kps07071381.html
Man að ég stoppaði þar þegar búðin var þar og keypti m.a. reyktan rauðmaga sem er mikið sælgæti.
Ég spjallaði einu sinni við góða vinkonu og kom þá í ljós að hún hafði verið í sveit á þessum bæ þegar hún var ung (model 1964). Á þeim tíma var ekkert rafmagn á bænum og búsetuskilyrði mjög frumstæð. Hún sagði mér að hún hefði borðað mikið af sel og sjófugi (máfur meðtalin) og verið að berjast við flær allt sumarið sem að hún fékk þegar hún var að reita fuglinn.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.1.2011 kl. 04:07
Þetta eru skemmtilegar myndir Kjartan.
Sigurbjörn Sveinsson, 13.1.2011 kl. 09:14
Ljósavél var komin á Skálanes fyrir 1960. Þá var rafmagn á daginn en slökt var á ljósavélinni á nóttinni. Ekki var borðaður mávur á Skálanesi og ef það hefði verið var það ekki eftir 1940. Flóin hefur að öllum líkindum verið dúnfló úr æðardún.
Guðrún Þ. Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 12:36
Sæll Sigurbjörn.
Þetta er greinilega hægt, að kalla fram í
örfáum pensildráttum þetta ágæta fólk
sem þú nefnir og allt er sem gerst hafi í gær.
Passíusálmarnir halda sínu en nýguðfræðin
með sinn borðdans, andaglas og miðilsfundi í
hverju húsi auk þess að fylla Fríkirkjuna
í Reykjavík 1908 var að sjálfsögðu
himnasending rétt eins og hrunið 2008
hefur orðið til þess að menn hafa orðið að meta
hlutina að nýju. Öll úrræði miðast við þá sem
töpuðu 5% eða töldu sig eiga eignir er því
næmi en sparifjáreigendur mega bera skaða sinn
óbættan með öllu, - eins og fyrr hefur verið
og hvarvetna alla tíð.
En Otto Katz, herprestur, hefði ekki sútað slíkt
en sagt sem svo: "Hvern fjandann munar mig
um einn eyri meira eða minna!"
Síðan er að sjá hvort það verður heimsbyltingin sjálf
sem svo mjög er fjallað um í Guðsgjafaþulu sem
muni líta dagsins ljós Anno Domini 2108.
Húsari. (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 12:27
Einu sinni, þegar ég var unglingur, svaf ég - alla leið frá Reykjavík til Bíldudals. Ég vaknaði samt í Skálanesi til að kaupa harðfisk. Stemmir það ekki?
Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 23:59
Það stemmir Sólin, sumarið 1993 og við á leið á ættarmót afkomenda Bjarna Pétursonar frá Dufansdal. Mamma þín flaug með Katrínu Þóru 5 mánaða.
Ég held samt að þú hafir ekki verið nema tæplega í svefnrofunum á Skálanesi. En harðfiskinn fékkstu svikalaust hjá henni Katrínu Ólafsdóttur. Hún er líka Arnfirðingur eins og þú.
Sigurbjörn Sveinsson, 21.1.2011 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.