Eru Eyjamenn að fara á límingunum?

Þessi frétt og yfirlýsing Eimskipa ber með sér, að skipstjórar Herjólfs hafa verið undir þrýstingi að sigla skipinu frá Eyjum til lands þegar þeir hafa metið það áhættusamt. Ef þessi leikur er stundaður í Eyjum þessa dagana og jafnvel endranær þá er það háskaleikur. Skipstjórarnir verða að geta lagt hlutlægt mat á aðstæður sem fagmenn og ótruflaðir af tilfinningum og hagsmunum, sem eru miklu minni en öryggi farþeganna, áhafnar og skips, sem þeir bera ábyrgð á.

Nú er komið í ljós, að flugstjóri vélar, sem fórst í Rússlandi í fyrra og flaug með forseta Pólands og annað fyrirmenni, var undir miklum þrýstingi að lenda vélinni í slæmu veðri, þótt allt mælti gegn því. Hann tók ranga ákvörðun sem var mannleg.

Ekki setja skipstjóra Herjólfs í þessa aðstöðu.


mbl.is Í höndum skipstjórans hvort siglt er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er langt síðan ég benti á þetta í bloggi en ég fékk bara bágt fyrir.  Ég hef oft sagt það og stend við það að Landeyjahöfn er MESTA KLÚÐUR Íslandssögunnar í samgöngumálum og á meðan það er ekki viðurkennt og eitthvað gert í málunum, verður ástand mála verra og endar með ósköpum......

Jóhann Elíasson, 15.1.2011 kl. 10:59

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég vil benda á að þessi færsla fjallar ekkert um Landeyjahöfn.

Sigurbjörn Sveinsson, 15.1.2011 kl. 11:07

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki hægt að fjalla um öryggi farþega og skips á Herjólfi án þess að Landeyjahöfn berist í tal, menn þurfa að hafa augun ansi vel lokuð ef þeir sjá ekki að öryggi sjófarenda er einna síst þar á öllu landinu.  Ég sem fyrrum stýrimaður þekki ágætlega til hafsvæðisins við suðurströndina og erfiðasta innsigling sem ég hef farið er innsiglingin til Hornafjarðar, þar var skyldu lóðs sem bjargaði MJÖG miklu.  Menn segja að aðstæður í Landeyjahöfn séu mjög svipaðar og á Hornafirði nema Landeyjahöfn er mikið "þrengri" og þar má EKKERT út af bera til að menn og skip séu í mjög slæmum málum og þar er enginn lóðs.  Sennilega er skipstjóra Herjólfs SAGTað sigla þegar er tvísýnt um að það sé hægt.  Það er alveg liðin tíð að skipstjórinn ráði á sínu skipi en hann er LÁTINN taka ÁBYRGÐINA ef eitthvað kemur fyrir.

Jóhann Elíasson, 15.1.2011 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband