Vaðlaheiðargöng líklega arðsamari en reikningar sýna

Mikillar varkárni hefur gætt við reikning á arðsemi Vaðlaheiðarganga. Þær forsendur, sem menn hafa gefið sér um líklega umferð um göngin, byggja nánast alveg á þeirri umferð, sem nú fer um Víkurskarð. Spár um notkun Hvalfjarðarganga stóðust engan veginn og munar mestu um ófyrirsjáanlegar breytur vegna áhrifa á hegðun, búsetu og atvinnu fólks á svæðinu.

Ég tel, að Vaðlaheiðargöngin eigi eftir að hafa mikil áhrif á atvinnuuppbyggingu og búsetu á svæðinu frá Eyjafirði og norður til Tjörness og skapa nýja möguleika, sem glámskyggn nútíminn festir ekki auga á. Það mun leiða til meiri viðskipta innan svæðisins og meiri umferðar.

Ég er afar bjartsýnn á þessa framkvæmd, ef verkið sjálft heppnast vel. 


mbl.is Félag um Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er augljóst að umferð verði töluvert meiri en nú.  Öll orlofsbústaðabyggðin í Fnjóskadalnum kemst í alfaraleið þannig að dvöl þar mun aukast bæði sumar og vetur auk þess mun heilsárs búseta aukast gífurlega vegna þess að veðrátta í Fnjóskadalnum er mun betri en á Akureyri. Hafgolan á sumrin nær ekki inn í Fnjóskadalinn við og innan við göngin.   Vetradvöl mun aukast mikið þar sem fólk mun dvelja í orlofshúsum og nota skíðasvæðið og aðra afþregingu á Akureyri

Hallgrímur Gísla (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 14:43

2 identicon

marir kostir þá lokast ekki á þessa leið til dæmis og slisum fækkar órýrara  vegna stittingar og bara skemtilegra að keyra minni áhiggjur margir eru hræddir við veginn til dæmis í hálku og vonu veðri

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 17:54

3 identicon

Ef þetta verður til þess að okkar ástkæri fjármálaráðherra verður fljótari í sinn helga stein í Borgarfirði Eystri þá er þetta líklega mikilvægasta framkvæmd síðari tíma á Íslandi...

Tommi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 22:27

4 identicon

"á Borgarfirði Eystri" er það væntanlega....

Tommi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 22:28

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn. Vaðlaheiðargöng eiga rétt á að verða viðurkennd sem mikilvæg, um það þarf ekki að deila. En forgangsröðunin í vegaframkvæmdum er ekki auðskiljanleg öllum hugsandi verum.

 Ég á erfitt með að skilja að ekki er enn kominn akfær vegur vestur á Patreksfjörð, Bíldudal og sveitirnar þar um kring. Fólk spyr um hásumar hvar vegurinn sé eiginlega, þegar það er að þvælast um ófærar koppagötu-traðir frá Bjarkarlundi og vestur á þessa firði?

 En sumir virðast hafa meiri rétt á ferðafrelsi um akfæra vegi en aðrir á þessu blessaða Íslands-skeri?

 Svo hélt ég að lífeyrissjóðirnir ættu að borga ellilífeyrisþegum mannsæmandi lífeyri eftir allt sem þeir hafa greitt í þessa digru ráns-sjóði? En ekki til að borga Héðinsfjarðargöng né aðrar vegaframkvæmdir á landinu. En ég hef víst misskilið Íslenska réttlætið og hagfræði lífeyrissjóðanna, sem er raunveruleg eign þeirra sem eru ellilífeyrisþegar?

 M.b.kv.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.3.2011 kl. 23:35

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Gaman að heyra frá þér Anna Sigríður.

1. Ég er alveg hjartanlega sammála þér varðandi veginn vestur í Vesturbyggð. Þar er margt ógert þó bútur og bútur bætist við góðan veg ár hvert. Við vitum hvað seinkar vegabótum í Þorskafirði og þar fyrir vestan þ.e. álitaefni um Teigsskóg, sem þarf að varðveita, nú er verið að laga veginn fyrir Skálanes og vegabætur fyrir vestan Vattarfjörð er7u í útboði. Þannig mjakast þetta nú þó hljóðlega fari.

2. Eina hlutverk lífeyrissjóðanna er að skila krónunum aftur til eigenda með rentu. Þeir geta ekki komið að vegaframkvæmdum eða yfirleitt neinum fjárfestingum í opinbera- eða einkageiranum nema gegn tryggri endurgreiðslu með vöxtum. Þess vegna voru vegabætur hér í þéttbýlinu t.d. fýsilegri kostur en Vaðlaheiðargöngin og meiri áhugi hjá lífeyrissjóðunum að lána til þeirra. Það er því miður allt runnið út í sandinn. Lífeyrissjóðirnir lánuðu í Hvalfjarðargöngin á sínum tíma og eru að fá allt sitt til baka með góðri ávöxtun.  

Sigurbjörn Sveinsson, 10.3.2011 kl. 09:48

7 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ég skil ekki hvað sumir eru á móti þessari frábæru framkvæmd sem er unnin í einkaframkvæmd með veggjaldi og myndi ég glaður greiða 500 til 600 krónur fyrir að aka í gegn um göngin frekar en að keyra þetta hundleiðinlega Víkuskarð sama hvort sem er um sumar eða vetur. Þetta er einfaldlega framkvæmd sem hlýtur að vera mjög arðbær og á fullan rétt á sér.

Tryggvi Þórarinsson, 10.3.2011 kl. 11:00

8 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þessi göng eru bráðnauðsynleg fyrir allt landið. Ég man ekki betur en að Víkurskarðið var eina samgöngutenging á milli vesturhluta og austurhluta Íslands þegar gosið í Eyjafjallajökli var. Allir vöruflutningar þurftu að fara norðurleiðina.

Nákvæmlega núna (þegar ég skrifa þetta) er Víkurskarðið lokað út af umferðaslysi og ófærð: http://www.ruv.is/frett/vikurskard-lokad-vegna-areksturs

Sumarliði Einar Daðason, 10.3.2011 kl. 11:44

9 identicon

enda fækkar þettaslisum til dæmis á þessari víkurskarðs leið rútur hafa  eftir sem ég best veit oft á veturnar næstujm lent í háska vegna hálku og þetta vega gjald snertir reykjavík og nágrenni ekkert enda eru þessir landshlutar ekki að keyra á hverjum degi þarna um  eða oftar á dag þannig reykjavík er ekkert að vera fyrir skerðingu veit ekki betur en við á þessum landshluta séum að fara fjármagnaþetta og framkvæmdir fara sennilega á stað í hast enda allt klárt fyrir þessi göng og við eigum alveg jafn mikinn rétt og þið sem búið í reykjavík enda erum við talinn höfuðstaður norður lands og þjónum fleirum en bara akureyri til dæmis hrísey og fleirum og ég skrifa þetta hér afþví ég veit ég mun borga  einhver % af göngunum

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband