Hvað er líkt með ÓRG og forseta Þýzkalands?

Þjóðverjar eru viðkvæmir fyrir forseta sínum. Þeir eru sómakærir fyrir hönd leiðtoga sinna. Á þeim má helst ekki finna blett eða hrukku. Ekkert má minna á sem miður hefur farið, þegar sagan er skoðuð. Sagan er fleinn í holdinu. Nú hefur Vúlfí tekið pokann sinn. Hann var sýslunefndarmaður e-s staðar í Þýzkalandi áður en hann varð forseti. Líkt og ÓRG. Honum varð það á að fara í leyfi á kostnað vina sinna og jafnvel þiggja aðra velgjörð. Þjóðverjar vita vel hvað það þýðir. "Beneficium accipere libertatem est vendere",sögðu frændur okkar í Róm til forna og það barst auðvitað austur yfir Rín og norður yfir Dóná.

ÓRG er sífellt að þiggja velgjörðir frá hverjum þeim, sem býður,og við látum okkur í léttu rúmi liggja. Gamlir stjórnmálamenn og úr sér gengnir eru jafnvel vegmóðir á eftir honum að gegna embætti nokkur ár til - í boði okkar. Limir þessarar þjóðar dansa eftir höfðinu. Er því nokkur furða að endurreisnarblikan við sjóndeildarhring sé heldur dauf? Kemur það á óvart að þjóðin óski þess helst að vera á framfæri annarra, hvort sem það eru innlendir lífeyrisþegar eða erlendir lánardrottnar?


mbl.is Forseti Þýskalands segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Wulff var aðeins meira en sýslunefnadarmaður, hann var forsætisráðherra Neðra Saxlands. Þýskaland er sambandsríki (16 ríki ef ég man rétt) ekkert ósvipað og USA, sambandsríkinn eru með nánast fullt sjálfstæði í innanríkismálum en koma fram sem ein heild útávið þannig að þegar meint brot áttu sér stað var hann einn af valdamestu mönnum Þýskalands.

Einar Steinsson, 18.2.2012 kl. 14:19

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurbjörn, í hinum vestræna heimi, er ákveðið öryggisnet, til þess að tryggja að siðblindir einstaklingar komist ekki í æðstu stöður. Siðblindir eiga mjög erfitt með að greina rétt frá röngu og gera því oft ,,smá" mistök. Umræðan um Christian Wulff hefur verið vaxandi og sumt sem þar hefur verið dregið fram orkar tvímælis. 

Svona öryggisnet höfum við ekki. Skortir bæði öfluga fjölmiðla og almennt siðferðismat. 

 Sagan á eftir að verða skrifuð m.a. um fjölmiðlafrumvarpið. Af hverju neitaði Ólafur að skirfa undir. Er nú eðlilegt að einn helsti útrásarvíkningur eigi meirihluta fjölmiðla á Íslandi, nú þegar hans mál verða tekin fyrir?

Sigurður Þorsteinsson, 18.2.2012 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband