6.9.2013 | 14:47
Læknavandinn á LSH-einföld lausn
Á fundi í Læknafélagi Íslands í gær hvatti heilbrigðisráðherrann menn til að tala í lausnum. Blóðbankastjóri til hins sama, ef ég man rétt. Þetta er gagnleg ábending og að mínu viti ekki erfitt að verða við þessari ósk. Það er hins vegar skiljanlegt, að menn kinoki sér við að nefna snöru í hengds manns húsi, sérlega þegar fjármunir hafa afgerandi þýðingu fyrir lausn máls á fjárhagslega aðþrengdum spítala til áratuga. Hvar er þá lausnina að finna?
Ég hitti góðan vin minn í lyflæknastétt á göngunum liðið vor. Hans sagði svona eins og upp úr þurru: Segðu mér af hverju unga fólkið vill ekki vinna hjá okkur? Hjá mér var auðvitað fátt um svör. Ég fann að þetta lá þungt á honum enda hans tími löngu kominn til að hlífa sér og gæta heilsunnar.
Ég hef auðvitað fylgst með þróuninni á Landspítalanum til margra ára og ekki með öllu ókunnugur því, hvaða kúltúr hefur verið ríkjandi þar innan veggja varðandi málefni yngri lækna og hvernig tekið er á umkvörtunum þeirra. Á liðnum árum hafa verið teknar íþyngjandi ákvarðanir um vinnufyrirkomulag og vaktalínur, sem hafa leitt til árekstra og jafnvel uppsagna. Þetta hefur verið gert í skjóli kreppuunnar, aðhaldsaðgerða, hagræðingar og raunverulegs niðurskurðar. Sú staðreynd, að lyflækningasviðið er undirmannað í dag er bein afleiðing þessara ákvarðana yfirstjórnar sjúkrahússins. Hefur það leitt til þess að ungu læknarnir kjósa að vinna annars staðar.
Það er rétt hjá ráðherranum að fjármunir séu ekki allt í þessari stöðu heldur einnig vilji til verka. Þar getur hann ekki átt við annað, en að yfirstjórn sjúkrahússins verði að setjast niður með læknum og vinda ofan af ástandinu. Yfirstjórnin verður að ganga í sig. Verkefni dagsins er að spyrja ungu læknana hvers vegna þeir vilji ekki vinna á lyflækningadeild LSH. Þetta er ekkert flóknara. Svo verður að horfast ú augu við það, sem færa þarf til betri vegar. Allt tal um annað er einungis til þess fallið að þynna út vandann, breiða yfir hann; láta sem svo, að hann sé ekki til. Á því hefur því miður borið.
Fækkun lækna í námsstöðum á lyflækningasviði LSH er auðvitað aðgerð að sínu leyti. Það eru viðbrögð lækna í þröngri stöðu. Það eru ekki viðbrögð lækna, sem eru afhuga ævistarfinu. Þvert á móti. En það verður ekki bætt um nema við þá verði rætt og á þá hlustað og þeim mætt með nauðsynlegum úrbótum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Athugasemdir
Sigurbjörn. Það er útilokað að leysa þessi mál án aðkomu og réttinda þeirra sem vinna á gólfinu.
Ef lyflækningar eiga ekki rétt á sér, þá væri réttast að koma Aktavis úr landi með næstu ferð Samskipa. Steinsteypa er ó-meltan-leg, og steinsteypa læknar ekkert, ein og sér.
Ef skurðgoðið mafíukeypta (Björn Zoega), er allsráðandi í heilbrigðisráðuneytinu, þá er rétt að það skurðgoð axli ábyrgðina ásamt heilbrigðisráðherra og landlæknis-ómyndinni Geir Gunnlaugssyni (Zoega).
Geir Gunnlaugsson (Zoega), hikaði ekki við að svíkja sína nánustu á dánarbeði (landlæknirinn Geir veit sjálfur hvað ég á við), ásamt því að svíkja eftirlifandi ættingja. Verra getur það ekki orðið hjá sjálfum landlækninum.
Hann skríður gráðugur og flatur, fyrir landlæknis-stöðu og feitar launagreiðslur frá sviknum landsmönnum í öllum stéttum. Geir Gunnlaugsson landlæknir ætti að biðjast afsökunar á svikum sínum við sína nánustu, og margt annað. Eins og til dæmis brjóstapúðamáls-þöggunina. Það er að segja ef hann er með einhvern snefil að siðferðisþroska til að biðjast afsökunar.
Stundum þarf að nota skörp orð til að koma staðreyndum á framfæri. Fyrirgefðu Sigurbjörn, ef ég er of hrokafull og beinskeytt, en ég hef því miður mikið til míns máls í því sem ég er að segja.
Oft hef ég ásakað stjórnsýsluna og læknastéttina, fyrir útilokunina á heildrænum lækningum, en nú er of langt gengið í útilokun á bæði vísindalækningum og heildrænum lækningum.
Gagnrýni á mína gagnrýni óskast.
Öfgar eru veraldarinnar mesta böl, og ég er ekki barnanna best í þeim málum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.9.2013 kl. 22:13
Engin gagnrýni?
Engin umræða?
"Arabískur" vetur (alls ekki vor) í heimum frosinna fjölmiðla í vestri?
Sá sem ekki þorir að gagnrýna á einhverjum vettvangi, getur ekki vænst breytinga til hins betra í fjölmiðla-þöggunar-samfélagi.
Sem betur fer var sannleiks-fræðsla á stöð 3 í kvöld (08.09.2013), þegar sýnd var raunveruleika-myndin: Svartur á leik. Líklega fæ ég fljótlega stefnu, eða eitthvað þaðan af verra, vegna þess hvernig ég skrifa, og gjöri þeir svo vel að njóta þess sem vilja "njóta þess". Ég skil ekki tilganginn með að þegja og horfa í hina áttina, þegar spillingin er alls-ráðandi í veröldinni. Á einhver að koma úr hinni áttinni og redda því sem við viljum ekki standa saman um að redda sjálf? Hvers vegna ætti einhver úr hinni áttinni að hafa áhuga á slíkum "ókeypis" inngripum?
Lausnir á samfélaga og kerfisvanda felst ekki í að þagga niður staðreyndir og sundra þeim. Þöggun viðheldur vandanum, og bætir við vandann með tímanum.
Er ekki komið nóg af slíku, í öllum toppstöðum samfélaganna?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.9.2013 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.