Gefum þeim 2000 krónur

Ég er svolítið kvíðinn. Ég kvíði því að verða sakbitinn þegar ég neita Landsbjargarfólkinu um lífsýni úr mér. Landsbjargarfólkið er nefnilega það fólk, sem er í mestu uppáhaldi hjá mér.  Fólkið okkar, "herinn" okkar með jákvæðu formerki. Bara miklu betri en allur her, þar sem það leggur fram krafta sína sjálfviljugt af áhuga og af ósérhlífni. Oft takandi verulega áhættu og unandi  við ástvini heima í algerri óvissu.

Ég er undir pressu um að neita því ekki um lífsýni úr mér til þess að það geti betur þjónað þessu áhugamáli sínu í mína þágu.

Ég ætla að leysa málið með því að gefa þeim 2000 krónur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég hvet Landsbjargarfólkið ágæta, til að neita þátttöku í þessari fáránlegu lífsýna-söfnunarferð.

Það er hægur vandi að leggja bara inná reikning hjá Landsbjörgu, í staðinn fyrir þessa brengluðu lífsýna-söfnunarferð. Fólk getur bara farið sjálft, að eigin frumkvæði, til Íslenskrar Erfðargreiningar, ef það vill endilega leggja sitt lífsýni inná lífsýna-braskbanka í Bandaríkjunum. 

Kári de-code er greinilega kominn á enn verra stig en áður, ásamt liðinu sem ætlar að byggja enn meira af Bandarísku erfðagreininga-spillingar-byggingarbraski, en er fyrir. Hvað verður það næst? Líffærabankabrask í Varsmýrinni, undir stjórn Björns Zoega og Kára de-code?

Er eitthvað undarlegt að maður spyrji?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2014 kl. 23:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð hugmynd, það ætla ég líka að gera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2014 kl. 00:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð hugmynd, það ætla ég líka að gera. Búin að deila þessari góðu hugmynd.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2014 kl. 00:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jæja aldrei verður góð vísa of oft kveðin hehehe

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2014 kl. 00:42

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er ósvífið eins og venjulega hjá Kára ! Einmitt úthugsað af hans hálfu því hann veit sem er að með því að gera þetta á þennan hátt er hann að samviskuhöfða okkur á eins ósvífinn hátt og hugsast getur.

Mér kemur ekki til hugar að Kári fái frá mér sýni, ekki frekar en þegar hann fór í gang með samþykkið um gagnagrunninn um árið - og það átti að gilda um börnin og allt. Þeir sem ekki beinlínis sendu inn neitun - þá var álitið að það væri sama og samþykki. Ég sendin inn fyrir börnin og hvatti alla sem ég þekkti til þess einnig. Börnin geta sjálf sem, fullorðið fólk breytt því fyrir sig, en ég gaf ekki skotleyfi á þau.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.5.2014 kl. 04:02

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

´

Eg hef aldrei litið svona neikvæðum augum á íslenska erfðagreiningu. Mér finnst jákvæð öll rannsóknarstarfsemi í þágu læknavísinda og reyndar allra vísinda. Aðferðin sem Kári notar er hins vegar svolítið hæpin og hefði verið heiðarlegra að leita bara beint til landans. Svo ég er á móti þessu þess vegna. En ekki vegna þess að ég sé persónulega á móti Kára og fyrirtækinu eða ber eitthvert hatur í brjósti til " Markaðshyggju bandaríkjanna". En ég veit að þú hefur ekkert á móti framförum í læknavísundum Sigurbjörn en hefur kannski örlítið aðra sýn en ég hvað það varðar. En við deilum samt áhuganum á Hátæknisjúkrahúsinu.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.5.2014 kl. 10:07

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Átti nú víst að vera "læknavisindunum"-ekki "læknavísundunum".Blandaði óvart dýralífinu inn í umræðuna. Bið forláts.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.5.2014 kl. 10:10

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Svo ég haldi nú áfram fyrst ég er byrjaður. Er Kári búinn að klóna þig Ásthildur mín? Nei,heyrðu-Úps- mig líka.

Jósef Smári Ásmundsson, 8.5.2014 kl. 10:16

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ætli það ekki bara Jósef minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2014 kl. 11:45

10 identicon

Íslensk Erfðagreining er ekki í eigu Kára,það er Bandarískur auðhringur sem á það kompaní.Hjálparsveitirnar fá 2000 kall frá mér.

Númi (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 12:04

11 identicon

Það er lúalegt að nota Hjalparsveitirnar í svona verkefni,ég mun borga einsog áður er ritað hér ofar,þær tvö-þúsund krónur inná reikning hjálparsveitarinnar (Björgunarsveitarinnar).

Björgunar og Hjálparsveitir landsins eiga allt gott skilið,og nú þarf að finna reikningsnúmer þeirra. 2000 kall verður greiddur með glöðu geði.

Númi (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 12:24

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ennþá betra, gott væri að fá upp bankanúmer og kennitölu hjálparsveitanna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2014 kl. 13:45

13 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Lansbjörg :

kt. 560499-2139

banki 537-26-6196

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.5.2014 kl. 15:14

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er siðferðisglæpur að pressa Björgunarsveitirnar í þetta verk.

Það ætti ekki að verða vandamál að komast til botns í því, hvar er hægt að styrkja þær tryggu og aðdáunarverðu hetju-sveitir, hringinn í kringum landið. Það liggur ekki á einmitt í dag. Samviskan minnir mann á það á morgun eða eftir helgi. Nú liggur á að stoppa þennan glæp! 

Ef ég hef heyrt rétt í útvarpsfréttum dagsins, þá fékk persónuvernd upplýsingar um málið til umfjöllunar á þriðjudag, þann 06.05.14?

Í dag er fimmtudagur 08.05.14!

Átti persónuvernd ekki að fá meira en einn dag, til að afgreiða þetta alvarlega persónuverndarmál?

Og svo, til að kóróna allt óveðrið í reiðu réttlætiskenndinni, þá fékk ég umslag með öllum þessum lífsýna-sölublekkingarpakka inn um lúguna í dag, 08.05.14. Og stimpillinn á umslaginu með öllu draslinu, frá Íslandspósti í Reykjavík, er: 02.05.14?

Ég hefði semsagt ekki einu sinni tíma til að lesa fylgiblöðin (ef ég léti blekkjast), áður en söfnun gagna byrjar!!! Ég er þó búin að lesa svo langt til að sjá, að undirskrifað eigið samþykki: nafn og kennitala, á að fylgja með lífsýnispinnanum!

Semsagt rekjanleg og undirrituð samþykkt einstaklinga með hákarla-gingapa-pinnanum!!!!!!!

Guð hjálpi þeim sem eru höfundar að svona glæpastarfsemi, og fórnarlömbum glæpastarfseminnar. 

Mikilvægt að allir átti sig á, að þetta mál snýst í raun og veru ekki um Kára Stefánsson eða Íslenska Erfðargreiningu sérstaklega, heldur snýst þetta mál um siðlausa, og gjörsamlega óverjandi glæpastarfsemi. Glæpastarfssemi sem stjórnað er af orðspors-snauðum og ábyrgðarlausum glæpaklúbbum!

Maður reyndi að vara við svínaflensubólusetningunni, en það virkaði ekki! Nú varar maður við þessu glæpadæmi!

Meir getur enginn gert, til að taka samfélagslega ábyrgð, heldur en að vara við því augsýnilega, og umfram allt velvilja. Restin er á ábyrgð einstaklinganna sjálfra, og þeirra sem stjórna glæpastýrðri þögguninni!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2014 kl. 15:52

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Prédikarinn. Takk kærlega fyrir reikningsupplýsingarnar. Gott að það er þær eru komnar fram.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2014 kl. 15:56

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er ekki hræddur við að taka þátt í svona rannsókn, og geri það með glöðu geði.

Ágúst H Bjarnason, 8.5.2014 kl. 15:57

17 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...fyrirgefið prentvillurnar. Mér er mikið niðri fyrir núna...

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2014 kl. 15:58

18 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Við þetta úrlausnarefni er hræðsla við þátttöku í rannsóknum ekki til umræðu. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar á erfðaefni Íslendinga m.t.t. ferðalags sjúkdómanna um kynslóðirnar eru merkilegar. Þetta eru grunnvísindi og við slíka vinnu er jafnan óljóst hvaða gagnsemi hlýst af niðurstöðunum. Alið hefur verið á miklum væntingum varðandi afurðir ÍE og umdeilt hefur verið svo ekki sé meira sagt, hvernig þeirra er aflað.

Ef einhver óumdeild starfsemi finnst á Íslandi, þá er það starf fólksins í Landsbjörgu. Með þessu bragði ÍE er það fólk og landsmenn allir, sem dást að starfi þess, en vilja ekki af e-m ástæðum taka þátt í rannsóknum ÍE, sett í ómögulega stöðu. Almenningur er settur í þann siðferðisvanda, að þurfa að taka afstöðu til Landsbjargar og ÍE í senn. Annaðs vegar vinsælasta og óumdeildasta aðila í landinu og hins vegar umdeilds vísindafyrirtækis, sem starfar í markaðsumhverfi. 

Það er þessi staða, sem er ámælisverð.

Sigurbjörn Sveinsson, 8.5.2014 kl. 16:39

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurbjörn. Svona eru færustu sálfræðingar látnir hanna/framkvæma kúgunarglæpina! Gjörsamlega siðlaust!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2014 kl. 17:39

20 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ætli ÍE sætti sig við að fá skemmda jaxlinn í efri gómnum Ágúst?

Jósef Smári Ásmundsson, 8.5.2014 kl. 17:59

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar Prédikarinn. Ætla að setja þetta inn á þeirra reikning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2014 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband