Lífeyrissjóðirnir eignist Íslandsbanka

Nú kemur hugsanlega tækifærið, sem margir hafa beðið eftir þ.e. að lífyrissjóðirnir eigi kost á því að eignast banka, sem eitthvað kveður að.

Aðkoma lífeyrissjóðanna, sem móta myndu heilbrigða eigendastefnu fyrir rekstur viðskiptabanka fyrir almenning, gæti orðið til sannkallaðrar heilsubótar í efnhagslífi okkar. Lífeyrissjóðirnir hafa hag af því að fjárfestingar þeirra séu öruggar og geta sætt sig við lægri ávöxtunarkröfu en ýmsir aðrir, ef takmark um stöðugleika næst. Sú afstaða kjölfestufjárfestis í bankarekstri myndi móta bankann sem þjónustustofnun. Neytendasjónarmið gætu orðið ofan á í rekstri hans. 

Annar mikilvægur ávinningur af þessari fjárfestingu yrði sá, að með henni drægi stórlega úr fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna erlendis um nokkur ár. Þá myndi draga úr þrýstingi af völdum snjóhengjunnar svokölluðu og verðbólguáhrifum eftirspurnar á innlendum verðbréfamarkaði. 


mbl.is Mjög jákvætt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hingað til hafa lífeyrissjóðirnir ekki sýnt að þeir séu færir um að móta heilbrigða eigendastefnu og neytendasjónarmið eru svo sannarlega ekki ofaná í rekstri þeirra verslanakeðja sem þeir eiga mest í.

ls (IP-tala skráð) 20.10.2015 kl. 14:14

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Vafalítið yrði annað uppi á teningnum, ef lífeyrissjóðirnir tækjust á hendur ábyrgð af þessu tagi. 

Sigurbjörn Sveinsson, 20.10.2015 kl. 14:24

3 identicon

Vegna hagsmunaárekstra þá mættu lífeyrissjóðirnir ekki stjórna banka sem á viðskipti við fyrirtækin í landinu. Bankinn væri því takmarkaður við inn og útlán til einstaklinga og mundi missa megnið af verðmæti sínu og tekjum. Sem gerir bankakaup mjög lélega fjárfestingu fyrir lífeyrissjóði.

Ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða er lögbundin en ekki "eitthvað sem þeir geta sætt sig við".

Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna erlendis byggir á því að áföll innanlands skaða allar greinar og því er ekki æskilegt að vera með allar fjárfestingar innanlands. Það er ekki þannig að hér sé skortur á fjárfestingakostum. Og stór kaup innanlands minnka ekki þrýsting á að fjárfesta erlendis.

Vagn (IP-tala skráð) 20.10.2015 kl. 14:37

4 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

1. Spurningunni um það að hve miklu leyti viðskiptum banka af þessu taqi  væru takmörk sett hefur ekki verið svarað og sjálfsagt að láta þessa mótbáru ekki stöðva þessa hugmynd.

2. Ávöxtunarkrafa lífeyrissjóðanna er vissulega bundin í lög við 3,5%. Í ljósi þeirra væntinga sem voru bundnar við fjárfestingar í bönkunum fyrir Hrun geri ég ráð fyrir að nýir fjárfestar í bönkunum hafi aðrar hugmyndir um ávöxtun peninga sinna en lífeyrissjóðirnir. 

3. Lífeyrissjóðirnir hafa verið nánast með allar sínar fjárfestingar innanlands síðustu ár. Skaðinn af því fyrir íslenskt efnahagslíf er augljós. Og þörfin fyrir að stýra áhættunni með fjárfestingum erlendis er augljós. En sú staðreynd truflar þessa hugmynd ekki. Ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna er langt umfram verðmæti Íslandsbanka. 

Sigurbjörn Sveinsson, 20.10.2015 kl. 14:49

5 identicon

Sé engin rök fyrir því að hegðun þeirra myndi breytast svona allt í einu bara við það að eignast banka. Því miður.

ls (IP-tala skráð) 20.10.2015 kl. 16:09

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Langeinfaldast og best væri auðvitað að hver og einn ríkisborgari fengi einfaldlega afhent sitt hlutabréf. Það er að segja bæði í bankanum og lífeyrissjóðnum, og atkvæðisrétt með.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.10.2015 kl. 20:22

7 identicon

Lífeyrissjóðirnir eru ekki í eigu almennings og þeir hafa engar skyldur gagnvart almenningi. Eigendur lífeyrissjóðanna, sjóðsfélagarnir, mundu eftir sem áður vilja sína ávöxtun og þeim mun hærri þeim mun betra. Lífeyrissjóðir eru ekki góðgerðarstofnanir frekar en bankar.

Lífeyrissjóðslán eru aðeins á prósentubroti betri kjörum en lán sem bankarnir veita, og þar eru lífeyrissjóðirnir þó að veita sínum sjóðsfélögum lán. Almenningur fengi ekki þau kjör.

Svo held ég að lög banni starfsmönnum og stjórnarmönnum lífeyrissjóða að sitja í stjórnum banka sem þeir eiga í. Lífeyrissjóðir geta því ekki stjórnað banka.

Jós.T. (IP-tala skráð) 20.10.2015 kl. 23:44

8 identicon

Pétur Blöndal hefði verið hrifnastur af því að landsmenn fengju bara hver sinn hlut, lagði það til með kvótann á sínum tíma muni ég rétt. Sú leið er náttúrlega ekki án flækjustiga frekar en önnur og ein og sér myndi hún raska því sem menn hafa kallað stöðugleikamarkmið (menn yrðu að geta selt sína hluti í bankanum, þeir sem það vildu frekar en að standa í bankarekstri).

PB lagði minnir mig fram tillögu á þingi þess efnis að sjóðsfélagar einir færu með atkvæðarétt á aðalfundum sjóðanna; fékk að mig minnir aðeins hans atkvæði.

ls (IP-tala skráð) 21.10.2015 kl. 09:24

9 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Eg er sammála þèr Sigurbjörn  að þetta sè gott tækifæri til að fá aukna breidd í íslensku banka ollgresis flóruna og við eigum ekki að láta núverandi reglur og sjónarmið fæla okkur fra þessu tækifæri. 

Sigurjón Jónsson, 21.10.2015 kl. 12:17

10 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Þetta árti að vera illgresis flóra en ekki ollgresis. En ollgresi gæti verið ágætis nafn á þessa gras asna sem ullu tjóninu.

Sigurjón Jónsson, 21.10.2015 kl. 12:21

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Loka bankanum, það er alveg nóg að vera með tvo stór banka í lítilli borg, ég meina landi. 

Það hefur sýnt sig að þó svo að bankarnir seu fleirri en einn, þá hefur það ekki skapað neina samkeppni. T.d. Það eru litlar líkur á því að fólk fái lán ef það er ekki með almenna bankaþjónustu hjá bankanum sem það sækir um lán hjá

Eitt er vist að fólk fær ekki ferðagjaldeyri nema vera með almenna bankaþjónustu hjá bankanum sem er sótt um gjaldeyri hjá. Ég hef aldrei kynst annarri eins hneysu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.10.2015 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband