Hér er nokkru við að bæta.

Sumir einstaklingar sem hefja sína sjúkdómsgöngu á fullorðinsárum með svipgerð sykursýki 2 geta náð góðum tökum á henni með breytingum á lífsstíl. Þrátt fyrir aðgæslu í þeim efnum í áranna rás þróast með þeim sykursýki, sem krefst insúlínmeðferðar. Sjúkdómur þeirra breytist í insúlínháða sykursýki. Við þessu er ekkert að gera og engin lækning fyrir hendi og meðferðin sú sama og barnanna, sem um er rætt. 

Þannig er sykursýkin ekki tveir flokkar, Valur og KR, heldur margar perlur á löngu talnabandi, sem við eigum vafalítið eftir að skilja betur þegar fram líða stundir. Á meðan við höfum ekki haldbetri skýringar á henni en nú, verðum við að beita fjölbreyttri nálgun og ekki kasta því fyrir róða, sem vel hefur reynst. 


mbl.is Má ekki verða tabú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband