Blaðamennska Moggans í gær á forsíðunni kom á óvart

Fjallað var um laun lækna á Norðurlöndunum og borin saman heildarlaun lækna á Íslandi og dagvinnulaun lækna annars staðar. Þetta þótti alveg sjálfsagt og talsmaður Samtaka atvinnulífsins látinn votta það. Þessi aðferð gekk greinilega í fólk og glöggir vinir mínir, sem ég hafði samband við í morgun, höfðu ekki tekið eftir þessu.

Einu sinni var talað um "Moggalýgi" og hafði ég alltaf skömm á því hugtaki. Ég þarf greinilega að fara að endurskoða afstöðu mína til þess. 


mbl.is Eðlilegast að bera saman dagvinnulaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Væri ekki til bóta að hrekja með rökum frekar en að tala um Moggalýgi?

Er málið viðkvæmt?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.12.2015 kl. 21:46

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Rökin liggja í augum uppi Heimir. Það þarf ekkert að ræða tölurnar. Þær eru ósambærilegar og æpandi á súluritunum. Heildarlaun á Íslandi og grunnlaun á hinum Norðurlöndunum. Það sér hvert mannsbarn að þessi keisari er fatalaus - í engu. 

Sigurbjörn Sveinsson, 13.12.2015 kl. 22:49

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekki á nokkurn hátt hægt að bera Ísland saman við siðmenntuð réttarríki. Það sjá allir sem vilja sjá og vita staðreyndir.

Það ætti nú öllum að vera orðið vel ljóst, að hjúkrunarfræðingar þurfa alla vega að eiga fyrir lögfræðikostnaðinum, þegar þeim verður í framtíðinni kennt um siðblinda Landsspítalans spíttstjórnsýsluna ólöglegu og óverjandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.12.2015 kl. 00:14

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Á mbl hefur blaðamennsku hrakað, alveg til jafns, við aðra fjölmiðla. Staðreynda"tékk" og virkileg blaðamennska er horfin, að því er virðist. Við er tekin stétt sem kann fátt annað en apa eftir öðrum, "copy paste" úr googletranslate o.sv.frv. Sumar greinar varla lesandi sökum stafsetningavitleysa og yfir höfuð slælegum vinnubrögðum, því miður. Það er lítið að marka fjölmiðla lengur og þá er orðið illt í efni. 

Halldór Egill Guðnason, 14.12.2015 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband