16.2.2016 | 09:40
Lokuð milljarðaviðskipti eru glórulaus
Það eitt að sala á ríkiseignum af þessari stærðargráðu fari fram á bak við myrkur luktra dyra er óafsakanlegt og alveg óskiljanlegt. Sú staðreynd gerir líkurnar fyrir því, að þessi viðskipti hafi verið óeðlileg meiri heldur en minni.
Sagt er að stjórnendur Borgunar annars vegar og fjárfestahópur hins vegar hafi keypt hlut ríkisins sem "til sölu" var. Því til viðbótar er sagt, að fjárfestarnir komi úr frændgarði fjármálaráðherrans.
Ég hef hvergi séð það upplýst um hverja er að ræða úr þessum frændgarði.
Segja Steinþór fara með dylgjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
M.a. Einar föðurbróðir hans
Tommi (IP-tala skráð) 16.2.2016 kl. 10:34
Mér finnst sjálfsagt að Ólafur Arnarson fyrrverandi Borgunar-aðalmaður upplýsi okkur almenning um ferlið og stöðuna frá því hann vara að vasast með þetta Borgunar-söfnunardæmi.
Hann hlýtur að vita um afdrif þessa hugmyndafósturs síns, Borgun, sem var um eða eftir hrun á hans vegum. Hvar endaði hans ábyrgð á Borgun, og hvar byrjaði ábyrgð nýrra Borgunarmanna?
Hver ber ábyrgð á Borgun núna? Samvinnufélag Landsbankans og Borgunar?
Við þurfum að vita þetta.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2016 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.