#metoo

Maður gengur fyrir horn

og skyndilega er vindurinn í fangið.

Eins og andardráttur fjöldans,

ísnálar og klammaðir kjálkar.

Ljúf byrði hversdagsins

breytist í ok andúðar

og á baki vinanna

má sjá tannlaust glott

hverfa inn í hríðina.

 

Eins og bóndinn fyrir vestan

gekk ég í hringi í þrjú dægur

á meðan kafaldið kvaldi úr mér lífið.

 

Þúst á berangri umvafin hvítri voð

og ástvinirnir áhyggjulausir,

innan seilingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Grípandi lýsing.

Jónatan Karlsson, 1.2.2018 kl. 07:11

2 identicon

Sæll Sigurbjörn.

Tek undir það sem Jónatan ritar hér að framan.

Höfundur leikur sér með myndbreytingar sem og
viðlíkingar og öllu þessu er stefnt í umbúnað
sem er í senn kaldur og fráhrindandi; titill
og ljóð mynda athyglisverða, fíngerða samhverfu.

Hún er nöturleg en framúrskarandi velgerð.

Húsari. (IP-tala skráð) 2.2.2018 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband