31.10.2018 | 18:01
Í þessum töluðu orðum
Matthías er í lestinni,
sem rennur eins og dauðinn
í háværri þögn
eftir teinum lífsins.
Hann hefur engu gleymt
og leiðin í Múlakaffi
er vörðuð
ilmgráum kjötsúpupottum.
Flokkur: Ljóð | Breytt 22.12.2018 kl. 21:43 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Mars 2024
- Nóvember 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Október 2019
- Maí 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Janúar 2018
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Ágúst 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bloggvinir
- arh
- asgerdurjoh
- doggpals
- drsaxi
- fhg
- gudrunvala
- hallibjarna
- iceberg
- jorg
- kaffi
- kreppukallinn
- lehamzdr
- oliskula
- ragnar73
- sabroe
- skulablogg
- stefangisla
- undraland
- formosus
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- gp
- zeriaph
- garmur
- helgi-sigmunds
- drum
- disdis
- holmfridurpetursdottir
- jogamagg
- rabelai
- jonmagnusson
- jonsnae
- jonvalurjensson
- kamasutra
- kjarri
- krissiblo
- kristjan9
- maggadora
- martasmarta
- logos
- siggifannar
- siggisig
- unnurgkr
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurari
- icekeiko
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurbjörn.
Matthías ætti þá að kannast við þessa
skemmtisögu alþýðunnar í Austantjaldslöndunum:
Leonid Ilyich Brezhnev var boðið í heimsókn til Frakklands og
vitanlega var Andrei Andreyevich Gromyko honum til
halds og traust í þeirri ferð.
Lestin af eðaltegund og einungis ætluð elítunni til nota,
kolsvört tjöld fyrir öllum gluggum.
Nú voru félagarnir á heimleið.
(Frakkland lítið land, þar gerist ekkert en Texas stærra og þar gerast hlutirnir, - kemur málinu ekkert við!)
Hvar erum við nú spurði félagi Brezhnev.
Gromyko rétti höndina út um gluggann og svaraði af bragði:
Félagi Brezhnev: Nú förum við um ríki alþýðunnar,
Alþýðulýðveldið Þýzkland, Austur-Þýzkaland, DDR.
Nokkru síðar spyr Brezhnev enn og aftur hvar þeir séu staddir:
Félagi Brezhnev, - í Póllandi.
Brezhnev gerist óþolinmóður þegar líða tekur á daginn
og spyr argur nokkuð hvar þeir séu staddir.
Móðir Rússland fagnar komu okkar, félagi Brezhnev!
Brezhnev verður nokkuð hugsi við þetta svar en spyr svo:
Félagi Gromyko! Hvernig vissir þú hvar við vorum staddir hvert eitt sinn?
Gromyko svarar:
Í fyrsta sinni sem ég rétti út höndina var kysst á hana
því hlutum við að vera í Austur-Þýzkalandi.
Í annað sinn þá var hrækt á höndina, - Pólland, félagi Brezhnev!
Í þriðja sinni var úrinu stolið af hendi mér svo augljóst
var að Móðir Rússland hafði í engu gleymt okkur!
Njóttu helgarinnar, - félagi Sigurbjörn!
Húsari. (IP-tala skráð) 2.11.2018 kl. 13:36
Ertu með sýnishorn af þessum ilmgráa lit? Er að pæla í einhverju svoleiðis á stofuna hjá mér.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2018 kl. 17:21
Jón! Vilborg Dagbjartsdóttir setti fram í einu ljóða sinna
þann einfaldleika sem ætti að liggja í augum uppi að
ljóð væru töpuð höfundum sínum að eilífu frá því andartaki
að þau væru ort og eftir það ættu þau allt undir vilja þess
er þau læsu að lesa þau til lífsins á ný.
Nafni þinn Steinn (Steinarr) er talinn með fyrstu ljóðskáldum
íslenskum sem færði mönnum ljóð sín sem þar væru réttir sem
lesandinn gæti hent eða gert sér gott af að vild sinni;
hann höfðaði að verulegu leyti til skynjunar fremur en skilnings.
Tíminn og vatnið eitthvert gleggsta dæmi um þetta.
Í þessu ljóði teflir höfundur fram andstæðum.
Annars vegar er það heldur drungaleg og ógnvekjandi mynd af Matthíasi,
lestinni og dauðanum og einhverri óljósri eða augljósri vitneskju
um voða af einhverju tagi sem ætti sér þá stað í fortíðinni eða beint
og óbeint í lífi og starfi Matthíasar.
Hins vegar er svo kyrralífsmyndin af Múlakaffi og kjötsúpupottum.
Múlakaffi þvær hvorki ríki né einstaklinga af syndum sínum ef
svo má að orði komast, það er hins vegar skjól einstaklings eitt andartak
frá veruleika sem kann að vera um margt ógnvænlegur, þungbær eða óbærilegur.
Síðan er það veruleikinn með pottana í Múlakaffi að þeir voru raunverulega
gráir að lit og með litbrigðunum og myndlíkingunni ilmgráir er þeirri mynd
lokað að enginn flýr sjálfan sig, - jafnvel kjötsúpan og ilman hennar
minnir á liðna tíð.
Lesa ljóðið til lífsins, það er galdurinn við ljóðið sagði Vilborg
lesendum sínum svo góðlátlega einn horfinn dag fyrir
hundrað árum!
Húsari. (IP-tala skráð) 3.11.2018 kl. 08:24
Matthías var í útvarpsþættinum "Lestinni" á tali við Eirík Guðmundsson. Nýja ljóðabókin var m.a. til umræðu. Ég hef lesið hana tvisvar og M. er jafn góður nú og áður. Þeir minntust á háværa þögn, félagarnir, og þegar M. kvaddi spurði E. hann, hvort hann væri á leið í Múlakaffi. Já, svaraði Matthías, mér þykir gott að spjalla við karlana þar.
Þá var ljóðið komið.
Sigurbjörn Sveinsson, 4.11.2018 kl. 20:37
Þakka þér fyrir enn eitt ljóðið Sigurbjörn minn. Það er óþarflega langt í milli.
Þakka þér Húsari fyrir útleggingu ljóðsins, ég er ekki frá því að mér finnist hún betri en greinargerð skáldsins um tilurð þess. Samt er athugasemd Sigurbjörns til vitnis um að skáld blása nýju lífi í hversdagsleikann. Mig minnir að Jón Helgason hafi sagt að skáld sé ská-ald eða skú-ald, einskona áhald til að skoða heiminn með. Getur það verið rétt munað?
Það finnur hver maður með sínu nefi hvernig ilmgrár stofuveggur hljómar.
Gunnar M. Sandholt (IP-tala skráð) 4.11.2018 kl. 21:31
Gunnar M.Sandholt!
Þakka hlý orð í minn garð.
Veit ekki hvernig á því stóð að
ég tók mér það fyrir hendur að ofsækja Sigurbjörn.
Ég var einmitt að hlusta á ljóðalestur Jóns Helgasonar
nú í eftirmiðdaginn.
Mér fellur það vel hversu hann rennir sér fimlega yfir
bláu (svörtu) nóturnar og óendanleg friðsældin að
geta notið þess að finna á sjálfum mér nið aldanna; myrkrið.
Ekki er ólíklegt að Jón hafi haft það viðhorf að skáldið
væri í raun sjáandi og véfrétt, að hann hafi leikið sér með hljóðbreytingum að orðinu skáld
og viðskeytinu -ald til að smíða þau orð sem honum þóttu við
hæfi í þessu tilliti.
Fróðlegt er að að lesa vitnisburð HKL um Jón Helgason:
(fundum þeirra Jóns og HKL bar saman á Café Himnaríki 1919.
Í Úngur ég var, Helgafell 1976,[s. 72-86]kveður Halldór
upp sinn dóm)
"Einhver sagði að Jón hefði fórnað andagiftinni
fyrir að ráða teikn, leysa bönd og geta í eyður í forntextunum.
En þekkíng á túngunni, meiri og traustari en menn hafa sagnir af,
hefur gætt þenan mann, sem þó var skáld að upplagi, hæfileika til að yrkja lífigædd ljóð samkvæmt stíltegundum allra tímabila íslenskrar málsögu, að dróttkvæðastíl 10ndu aldar og sálmakveðskap hinnar 17du
ekki undanskildum."
Velkomið að skjóta á þig þessum lestri Jóns á kvæðum sínum
ef þú svo óskar.
Húsari. (IP-tala skráð) 4.11.2018 kl. 23:29
Þakk þér Húsari. það hefur aldrei hvarflað að mér að þú ofsækir Sigurbjörn. Þeert á móti hefur læðst að mér sá grunur að á bak við nafnið Húsari gæti leynst Sigurbjörn sjálfur. Það er vel þekkt að menn hafa átt sér annað sjálf og skrifast á við það, svr. Helga hálfa og frænda hans Hrólf Sveinnson.
Ég á disk með lestri Jóns og set hann á fóninn í kvöld undir svefninn.
Gunnar M. Sandholt (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 18:38
Þið eruð góðir bræður mínir; já þið eruð hreint alveg dásamlegir.
Sigurbjörn Sveinsson, 7.11.2018 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.