31.12.2018 | 11:17
Tilraun til ritskoðunar?
Ef frétt Stöðvar 2 frá í gær er skoðuð opnum huga, þá virðist þar ekkert vera, sem gengur í berhögg við það, sem forstjóri HSU segir eða ákveðið hefur verið. Samt sem áður er fréttin sögð "ósönn" í eftiráskýringu stofnunarinnar. "Fake news" er þetta kallað vestan hafs og hafa allir sanngjarnir menn ímigust á því hugtaki, þegar notað er um staðreyndir.
Það er ljóst, að hér hefur e-m sviðið sannleikurinn og þrýst á um "hvítþvott".
Harma óvandaðan fréttaflutning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sjúkraflutningamenn voru 17 árið 2015. þeim hafði fjölgað óskipulega vegna mikils álags í 28. Með endurskipulagningu nú verða þeir 24.
Fréttin hefði þá gefið réttari heildarmynd ef sagt hefði verið að sjúkraflutningamönnum hafi verði fjölgað um 7 frá 2015.
Þetta var því ekki bara óvandað heldur hrein fölsun að mínum dómi.
Guðmundur Jónsson, 31.12.2018 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.