Allir vissu það nema við

..að bankarnir væru á leið í þrot. Undir sumarsól voru neyðarlög samin í viðskiptaráðuneytinu, óskiljanlegar skuldsettar yfirtökur hlutabréfa héldu áfram, skuldsett hlutabréfakaup voru afskrifuð, fjármagn var flutt á milli landa, ráðuneytisstjórinn seldi hlutinn sinn og áfram var logið að okkur eins og ekkert hefði í skorist, hvort sem það var sauðsvartur almúginn sem í hlut átti eða ábyrgðarmenn sparnaðar hans svo sem í lífeyrissjóðunum. Aðgerðarleysið var æpandi, hugmyndafátæktin alger nema til að skara eld að sinni köku.

Ríkisstjórnin verður að fá ærlega ráðningu og þá fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn. Yfir mikið var hann settur, yfir litlu var hann trúr. Ríkisstjórnir framtíðarinnar verða að fá þau skilaboð, að það eru takmörk fyrir því, hverju þjóðin tekur.  Hún tekur ekki öllu með þegjandi þögninni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vilt þú ekki bara taka við af þessum kjánum?

Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það verða aðrir til þess. Þú og þín kynslóð - og Sammi jr. Mín kysnlóð er útlifuð og úr sér gengin og blind á skyldur sínar. Hún á bara heima á öskuhaugum hinnar borgaralegu menningar.

Sigurbjörn Sveinsson, 4.11.2008 kl. 12:02

3 identicon

Að heyra þetta í þér pabbi - og heyr heyr Tómas!

Ásta Sóllilja (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband