5.11.2008 | 21:28
Rökvilla
GPP: Stjórn Kaupþings átti tvo kosti. Annar var að eiga á hættu að starfsmenn seldu hluti sína til að verjast falli bankans eða hinn að gefa þeim hlutina til þess að þeir seldu ekki.
Hvaða panic var þetta? Vissu allir að bankinn væri að falla bæði stjórn hans og starfsmennirnir, sem í hlut áttu? Þetta lítur þannig út.
GPP: Á þessum tíma stóð bankinn vel. Það var enginn þörf fyrir starfsmennina að selja og fella þannig hlutabréfin.
Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum málflutningi.
Ekki hægt að taka aðra ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já já það vissu allir sem kunnu samlagningu og frárátt að allir bankarnir stefndu í þrot í júlí þegar 1/2 árs uppgjörin komu. það mátt bara ekki segja frá því
Guðmundur Jónsson, 5.11.2008 kl. 21:59
Sæll Sigurbjörn. Það er rétt sem þú segir. Ekki heil brú í þessu bulli frá honum. Allt í mótsögnum, og lygum. En, hann var greinilega valinn til að segja "sannleikann" vegna þess að hinir auðmennirnir (Siggi E og Hreiðar) eru týndir og koma vonandi aldrei í leitirnar aftur. Ég hef algera skömm á þessu fólki. Algera.
Friðrik Höskuldsson, 5.11.2008 kl. 22:27
Maður fær ekki lánað fyrir happdrættismiða og neitar svo að borga lánið því það var enginn vinningur á helvítis miðann ussss
helber helvítis þjófnaður og ekkert annað
Guðmundur (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.