Beinum reiðinni að Bretum

Er ekki tímabært í ljósi þessara upplýsinga að beina reiðinni að Bretum frekar en að veikja íslensk stjórnvöld í baráttunni við þá? Er ekki tímabært að fara í mótmælagöngu frá Austurvelli að breska sendiráðinu? Við höfum reynslu af því frá því í þorskastríðunum. Að sögn sendiherra Breta í þann tíð voru Íslendingar einstakir séntilmenn við mótmælin. Þeir tilkynntu honum fyrirfram að því miður yrði ekki hjá því komist að brjóta eina eða tvær rúður.
mbl.is Styðja illa Íslendinga hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þroskuð afstaða!  Allt útlendingum að kenna!!  Ónei, það eru íslensku idjótin sem þarf að negla fyrst og fremst!!

marco (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:31

2 Smámynd: Ellert V. Harðarson

Það er spurning hvort við þurfum ekki að setja fisksölubann á Bretland.

Ellert V. Harðarson, 8.11.2008 kl. 18:31

3 Smámynd: Evert S

Auðvitað eiga íslendingar að taka höndum saman og mótmæla aðgerðum breta, það að ráðast á íslensk stjórnvöld veikir okkar málstað erlendis, það að íslendingar séu að grýta sitt alþingi mun bara veikja stöðu okkar erlendis og krónuna. Vissulega má gangrýna stjórnvöld sem hafa tæpast staðið sig í kreppunni.  En við þurfum fyrst að sýna umheiminum að við stöndum saman og koma okkur út úr þessu svo getum við gert upp við stjórnvöld. En fyrst verðum við að klára stríðið við Breta.

Evert S, 8.11.2008 kl. 18:52

4 identicon

eg skil ekki þessa reiði uti breta þegar upphafsmennirnir og höfuðpaurarnir að þessu eru islendingar. Kannski banna islendingum að tala ensku?

sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:56

5 identicon

Innlent | mbl.is | 25.6.2007 | 14:19

Breskir fiskkaupendur fagna ákvörðun um afnám útflutningsálags á fiski

,,Fréttavefurinn fishupdate.com sagði frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimby fagni nú mjög. Ástæða gleðinnar er sögð vera sú að Bretar hafi nú loks sannfært sjávarútvegsráðherra Íslands um að afnema 10% álag sem greitt hefur verið hér á landi vegna útflutnings á gámafiski. Verkalýðsfélag Akraness lýsir hinsvegar yfir miklum áhyggjum yfir ákvörðun sjávarútvegsráðherra og segir hana ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks og sjómanna vegna niðurskurðar í aflaheimildum á þorski.

Sjávarútvegsráðherra fundar nú með forystumönnum verkalýðsfélaga víðsvegar um land og er ástæða fundahaldanna fyrirséður niðurskurður á aflaheimildum á þorski og áhrif þess á kaup og kjör launafólks. Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Húsavíkur hitta Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, í dag. Lýsa verkalýðsforystumenn yfir áhyggjum sínum yfir áhrifum niðurskurðar aflaheimilda á kaup og kjör fiskvinnslufólks og sjómanna. Forkólfar Starfsgreinasambandsins funda líka með ráðherra í dag.

Afnám 10% álags vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandi til að bæta gráu ofan á svart

Verkalýðsfélag Akraness lýsir líka yfir áhyggjum sínum vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að fella úr gildi 10% álag sem greitt hefur verið vegna útflutnings á gámafiski frá Íslandsmiðum. Segir í fréttatilkynningu frá verkalýðsfélaginu að svo mikið sé víst að þessi ákvörðun mun ekki bæta stöðu fiskvinnslufólks, því allt útlit er á því að við afnám á umræddu 10% álagi á gámafiski muni útflutningur á fiski aukast og mun það bætast ofaná þann niðurskurð sem fyrirhugaður er 1. september.

Fréttavefurinn Fishupdate.com greindi frá því í gær að fiskkaupendur í Hull og Grimsby fagna þessari ákvörðun íslenska sjávarútvegsráðherrans mjög,því nú verði auðveldara að kaupa íslenskan fisk. Á fréttavefnum kemur líka fram að hagsmunaaðilar í Bretlandi hafi þrýst á um þessa breytingu ásamt íslenskum fiskútflytjendum og eigendum íslenskra togara.''

Eigum við að mótmæla því að Bretar þiggja byggðaaðstoð frá Íslendingum á kostnað landsbyggðarinar á Íslandi???

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 19:07

6 identicon

"Er ekki tímabært í ljósi þessara upplýsinga að beina reiðinni að Bretum frekar en að veikja íslensk stjórnvöld í baráttunni við þá?"

Er.......Ok......but what good is that going to do. You will have the same problem with the Dutch, Germans,Finnish, Belgians etc etc etc. They all did the same as the British. In fact, the finnish froze Icelandic assets 4 days before the British did....The Icelandic fiasco had to stop somehow. Your Government did nothing but sit and watch !!!

Do the right thing. Blame the people who put you where you are today. They go bankrupt in Iceland but still own football clubs, big yachts and private jets. All the British public did was to trust an Icelandic Bank.........All the British Government did was to protect the British citizens interests........Ask yourself what you would have done if the British had a bank in Iceland and took all the savining to lend idiots money to play Matador.....and then threatend not to pay a penny back to the investors!  Grow up !

I just hope that everything goes ok for you in the end. I hope the 20 or so "New Rich" get what they deserve, and I hope the Icelandic Government have the balls to go after the people who used other people money to loan to bandits.....Your bank managers should go to Jail for what they did to the Icelandic peopel........

Fair Play (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:00

7 identicon

Við borgararnir reiðum okkur á að forystumenn okkar reki okkar hagsmunamál af þekkingu, skynsemi og atorku og nái árangri. Ef þeir eru ekki líklegir til þess eða kunna ekki til verka þá þarf að skipta um menn hið snarasta. Það er engin ástæða til að styðja ónýta menn því þeir munu aldrei ná árangri. Þegar réttir menn eru komnir til verks þá er nauðsyn að styðja þá af alefli.

Mér sýnist að þeir sem fara í broddi fylkingar núna séu varla verki sínu valdir. Mér sýnist Geir og Davíð vera víðs fjarri víglínunni og allt kemur þeim í opna skjöldu. Eru þeir í sókn eða vörn varðandi uppgjör Icesave málsins? Ekki veit ég, veit nokkur? Hafa þeir lagt fram sína hlið af atorku eða eru þeir bara boxpoki fyrir Breta of Hollendinga og eru bara í fullu að standa af sér höggin. Hafa þeir lagt línurnar fyrir Breta og Hollendinga? Eru þeir að tryggja að IMF neiti ekki um lánið eða mun neitun IMF eða illkostir koma Geiri aftur í opna skjöldu? Vonandi ekki en satt að segja treysti ég ekki að Geir og kó séu með allt á kláru.

Logi Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:01

8 identicon

                                        Um eignarhaldsrétt útgerðarfélaga á kvóta.

Lög nr. 38 1990 1. gr. „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.”

Hér má sjá á þessum lögum að sjávarútvegsráðherra okkar íslendinga fer ekki eftir vilja laganna.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:42

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Fair Play: eat shit and die

Sævar Einarsson, 8.11.2008 kl. 22:46

10 identicon

See that´s where you are wrong Fair Play, we didn´t threaten to not pay a penny back, we were just going to pay the 21,000 euros per account we are obligated by law to pay.... In EU law, we don´t have to, and wont, pay a dime more than that.

Hmm (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband