Beinum reiðinni gegn Bretum

Er ekki tímabært að beina reiðinni að Bretum
frekar en að veikja íslensk stjórnvöld í baráttunni við þá? Er ekki
tímabært að fara í mótmælagöngu frá Austurvelli að breska sendiráðinu?
Við höfum reynslu af því frá því í þorskastríðunum. Að sögn sendiherra
Breta í þann tíð voru Íslendingar einstakir séntilmenn við mótmælin.
Þeir tilkynntu honum fyrirfram að því miður yrði ekki hjá því komist að
brjóta eina eða tvær rúður.
mbl.is Greint frá mótmælunum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu í Sjálfstæðisflokknum?

Valsól (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:37

2 identicon

Mikið vildi ég óska þess að Bretar hefðu ekki hegðað sér jafn illa gagnvart Íslendingum og þeir gerðu. Aldeilis hafa andvörpin þá heyrst í Valhöll því þarna var loksins kominn blóraböggull og hægt væri að beina athyglinni annað. Það hefur þó sem betur fer komið á daginn að flestir Íslendingar sjá vandamálið eins og það virkilega er: Spilling, vanhæfni og klíkustarfsemi sem nær yfir öll lög íslensk viðskiptalífs, fjármálaeftirlits, ríkisstjórnarinnar, verkalýðsfélaganna og Seðlabanka Íslands.

Ennþá er Íslendingum haldið í myrkrinu meðan framtíð landsins er ákveðin í lokuðum bakherberkjum af sömu mönnunum sem sköpuðu vandamálið til að byrja með. Enginn hefur tekið ábyrgð og sagt af sér og reynt er að láta innlenda aðila á kafi með sín fjölskyldutengsl í íslensku viðskiptalífi stjórna bankarannsóknunum !?!?!?

ÞETTA ER ÓTRÚLEGT!!!

Ernir Erlingsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:04

3 identicon

Íslendingar verða núna að heyja nýja sjálfstæðisbaráttu og endurreisa lýðveldið.
Ef þessi spillta klíka fer ekki frá með góðu, verður að setja á stofn útlagastjórn í einhverju nágrannalandi Íslands og fá aðstoð vinveittra þjóða til að frelsa landið.
Á næstu mánuðum munu þúsundir Íslendinga verða að flýja land vegna efnahagsþrenginga.
Það mun þannig verða nægur liðsafli til að leggja sjálfstæðisbaráttunni lið frá erlendri grund.

Orð Jóns Sigurðssonar á þjóðfundi þann 9. ágúst árið 1851 eiga að vera okkur að leiðarljósi!

"Vér mótmælum allir“

þjóðfundur þann 9. ágúst árið 1851
Sjá slóð;   http://is.wikipedia.org/w/index.php?title=V%C3%A9r_m%C3%B3tm%C3%A6lum_allir&oldid=528826

RagnarA (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:20

4 identicon

Hvers vegna á að beina mótmælunum að Bretum?

Á almenningur í Bretlandi (og Hollandi) að greiða fyrir óráðsíu íslenskra fjárglæframanna sem stálu sparifé þessa sama almennings í þessum löndum þegar umræddir reikningar voru með tryggingu frá íslenska ríkinu (okkur)?

Er ekki nema eðlilegt að Bretar (og Hollendingar) setji skilyrði um að þessi mál verði leyst áður en fleiri milljörðunum verður mokað í (okkur) þjófana?

Því hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá erum við sem almenningur hér á Íslandi í ábyrgð fyrir þessu fé, amk. að hluta til. Sennilega erum við ábyrg fyrir öllu því íslenska ríkistjórnin gaf þá yfirlýsingu að ALLAR innistæður væru tryggðar. Þar sem IceSave var í íslensum banka (útibúi) verður að standa við það og það má ekki mismuna eftir þjóðerni. Ekkert frekar en að ábyrgjast allar innistæður nema innistæður Húsvíkinga! Það verðum við að standa við með reisn.

Í útlöndum er í besta falli gert grín af okkur en því miður virðist meira um almenna andúð á íslendingum. Það er vegna þess að í augum umheimsins erum við Íslendingar óreiðumenn. Seðlabankastjóri okkar kom því nefnilega rækilega til skila, þegar hann lýsti því glaðhlakkalega yfir í sjónvarpsviðtali að við ætluðum EKKI að borga. Það viðtal var þýtt og birt m.a. í Finacial Times.

Við verðum að líta í eigin barm og sýna ábyrgð. Erum við ekki að heimta það af öllum öðrum?

BigBrother (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:21

5 identicon

Það eru nægar ástæður til að beina reiðinni gegn Bretum. Það mun ekki skila okkur í skjól að níða eingöngu eigin stjórnvöld. Með því verður viðnám okkar smám saman máttlaust og þjóðin koðnar niður undan kúgunarkröfunum.

1. Beitt er hryðjuverkalögum gegn okkur.

2. Breski bankinn Singer and Friedlander, sem er í eigu ísiensks fyrirtækis, er hertekinn.

3.  Gerðar eru kröfur um að íslenskur almenningur (kynslóðir) ábyrgist innistæður í öðrum löndum umfram það, sem milliríkjasamningar kveða á um.

4. Bretar reyna að hindra eðlilega lánveitingu úr alþjóðastofnun, sem Ísland hefur átt aðild að frá stofnun og greitt til, til að koma fram vilja sínum í milliríkjadeilu, sem er tvíhliða milli Íslands og Bretlands.

Við megum ekki láta áhuga okkar á að losnavið valdhafana glepja okkur sýn, þegar verkefni dagsins er að verja mestu hagsmuni Íslendinga hverju sinni.

Sigurbjörn Sveinsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:41

6 identicon

Peningarnir sem Íslendingar stálu af bankareikningum almennings í Finnlandi, Englandi, Hollandi og víðar voru notaðir til að reka bankana.
Þetta var gert með  blessun og samþykki íslenskra stjórnvalda.

Viðbrögð Breta, Finna og annarra þjóða við þessu eru skiljanleg.
Æsingur íslenskra stjórnvalda gagnvart Bretum er til að beina athyglinni frá eigin sök.

Íslensk stjórnvöld hafa brugðist þjóðinni.
Stór hluti íslenskra stjórnmálamanna seldu sig fyrir pening.
Bankarnir dældu peningum í kosningasjóðina og fengu þannig frjálsar hendur.

Skortur af upplýsingum veldur að stór hluti þjóðarinnar er ekki meðvituð um að henni hefur verið stjórnað af glæpaklíku til fjölda ára.

Meginþorri íslenskra stjórnmálamanna eru núna ærulausir.
Sumir þeirra verða eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.

RagnarA (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:57

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Samála þér Sigurbjörn og gott væri að menn læsu greinargerð Landsbankans áður en þeir færu mikin svo skil ég ekki hvers vegna mótmælendur ganga undir Bónusfánanum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 00:37

8 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Spilaborgin var meira og minna fallin áður en þetta náðarhögg Breta kom. Sá sem vill byggja efnahag þjóðarinnar á traustum grunni ætti ekki að hafa spilaborg fyrir undirstöðu.

Vésteinn Valgarðsson, 9.11.2008 kl. 01:48

9 identicon

Sigurbjörn.

Mér sýnist þú ekki skilja þetta, eða ekkil vilja skilja þetta.

Ég vona að þú hafir séð viðtalið við hollenska blaðamanninn í Silfri Egils áðan. Hann skýrði þetta út á mannamáli.

BigBrother (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 13:09

10 identicon

Ég held það sé enginn að tala um að hlífa íslenskum stjórnmálum eða stjórnmálamönnum. Það virðast allir hér vera sammála um að sök þeirra er mikil. Það er hins vegar frekar mikil einföldun að einblína bara á þau og þeirra mistök. Það er klárt mál að aðgerðir Breta í byrjun október gerðu afar erfiða stöðu Íslendinga miklu miklu miklu verri. Það er líka klárt mál að þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um vilja til friðsamlegrar lausnar tvíhliða deilu sinnar við Íslendinga hafa þeir ekkert gert nema spilla enn frekar fyrir okkur. Að lokum er það í hæsta máta óeðlilegt að sú deila sem Íslendingar og Bretar eiga í hafi áhrif á réttindin okkar hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það er engum að kenna nema Bretum.

Það er allt í lagi að mótmæla tvennu! Núna liggur okkur meira á peningunum frá gjaldeyrissjóðnum en að koma Davíð úr pontu, þó það sé vissulega verðugur málstæður líka. Er ekki gott að einbeita sér að því sem mestu máli skiptir hverju sinni!

Ásta Sóllilja (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 08:42

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi Bretamótmæli voru kannski fjölmennsustu mótmæli sem hér hafa farið fram. Þegar árið 1958 mótmæltu þúsundir manna í fyrsta þorskastríðinu. Það er ekki rétt sem verið er að segja núna að Íslendingar hafi aldrei viljað mótmæla neinu. Annars er ég hér sammála Big Brother. Og ég vil gera skarpan greinarmun á Bretum sem þjóð, sem við eigum ekkert sökótt við, og breskum stjórnvöldum sem eru ósvífin og eigingjörn eins og stjórnvöld allra ríkja.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.11.2008 kl. 13:53

12 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Bresk stjórnvöld og íslensk stjórnvöld eru sameiginlegur óvinur brests almennings og íslensks almennings. Brotalínan fer ekki eftir ríkisfangi heldur hvort menn eru ríkir og voldugir eða ekki.

Vésteinn Valgarðsson, 11.11.2008 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband