Landið er stjórnlaust

Þetta kom vel í ljós þegar uppákoman varð á Alþingi í liðinni viku. Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Guðfinnu Bjarnadóttur var nóg boðið og kvörtuðu undan áhrifaleysi þingsins. Þær sögðu okkur aldrei hafa séð hann svartari en samt væri þingið eins og afgreiðslufólk á búðarkassa. Þær eru þingkonur stjórnarmeirihlutans. Tvær skýringar geta verið á þessu upphlaupi:

1. Ríkisstjórnin veit hvað hún er að gera en upplýsir ekki meirihluta sinn á þingi um gerðir sínar m.ö.o. leitar ekki stuðnings hans.

2. Ríkisstjórnin veit ekki hvað hún er að gera eða er jafnvel ekkert að gera og hefur því ekkert til að upplýsa meirihluta sinn um.

Það er ljóst, að þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar ber ábyrgð á henni skv. þingræðisreglunni en hefur engar forsendur til réttra viðbragða gangi stjórnarathafnirnar gegn þeim hagsmunum almennings, sem þingið á að gæta.

Landið er því stjórnlaust.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband